Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 7. fundur - 10. október 2011
Vegna vinnslu þarfagreiningar fyrir bygginguna óskaði formaður nefndarinnar eftir fundi með stjórn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Þetta var gert:
1. Heimild ríkisstjórnar Íslands til byggingar 30 rýma hjúkrunarheimilis á Ísafirði. 2008-06-0016.
Þann 23. september síðastliðinn gaf ríkisstjórn Íslands út heimild til byggingar 30 rýma hjúkrunarheimilis á Ísafirði.
2. Samstarf við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, um úrvinnslu á þarfagreiningu byggingarinnar. 2008-06-0016.
Rætt um minnisblað frá Verkís þar sem fjallað er um þjónustuþætti á hjúkrunarheimili og staðsetningu þeirra.
3. Samstarf við Heilbrigísstofnun Vestfjarða, um rekstur, þjónustu og aðstöðusköpun. 2008-06-0016.
Aðilar eru sammála um mikilvægi þess að eiga samráð og samstarf um aðstöðusköpun, þjónustu og rekstur hjúkrunarheimilisins, enda fjölmargir þættir í starfsemi heimilisins og sjúkrahússins nátengdir. Stefnt er að áframhaldandi samvinnu og úrvinnslu á þessum þáttum. Ennfremur telja fundarmenn að mikilvægt sé að farið verði kynnisferð til að skoða ný hjúkrunarheimili til að efla undirstöðuþekkingu á verkefninu.
4. Staðsetning hjúkrunarheimilis. 2008-06-0016.
Rætt um mögulega staðsetningu nýs hjúkrunarheimilis.
5. Önnur mál. 2008-06-0016.
A. Rætt um næstu skref s.s. samning við Velferðarráðuneytið um byggingu hjúkrunarheimilis þ.m.t. fjármögnun byggingarinnar. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skrifað verði undir samninginn.
B. Félög eldri borgara á Ísafirði og í Önundarfirði hafa óskað eftir að eiga fulltrúa í nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 10:05
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.
Sigurður Pétursson.
Svanlaug Guðnadóttir.
Daníel Jakobsson.
Hörður Högnason.
Jóhann Birkir Helgason.
Margrét Geirsdóttir.
Þröstur Óskarsson.
Þorsteinn Jóhannesson.
Sigrún Camilla Halldórsdóttir.