Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 31. fundur - 3. október 2013

Þetta var gert:          

 

1.      Hjúkrunarheimlið Eyri,  útboðsgögn, frágangur innanhúss. 2011-12-0009.

Ágúst Gíslason lagði fram minnisblað um fundi með hönnuðum dags. 7. og 13. september 2013 og fund með Jes Einari Þorsteinssyni 27. september sl.

Hann kynnti jafnframt stöðu mála á útboðsgögnum er varðar frágang innanhúss.    Gert er ráð fyrir að útboðsgögn verði klár til yfirlestrar um miðjan október.

 

2.      Hjúkrunarheimilið Eyri, frágangur innanhúss. 2011-12-0009.

Byggingarstjóri kynnti þau mál sem nefndin þyrfti að taka ákvörðun um.

Nefndin samþykkir að loftabrautir verði beinar frá salerni yfir rúmstæði að útvegg.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.   09:30.

 

Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.

Svanlaug Guðnadóttir.                                                         

Sigurður Pétursson.

Ágúst Gíslason.                                                                    

Jóhann Birkir Helgason.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?