Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 30. fundur - 29. ágúst 2013
Þetta var gert:
1. Hjúkrunarheimlið Eyri, vettvangsferð. 2011-12-0009.
Svanlaug Guðnadóttir og Ágúst Gíslason kynntu vettvangsverð sem farin var 20. ágúst sl. í hjúkrunarheimilin Hamra í Mosfellsbæ og Ísafold í Garðabæ. Jafnframt kynnti Svanlaug heimsókn sína á hjúkrunarheimilið á Akureyri.
2. Hjúkrunarheimilið Eyri, frágangur innanhúss. 2011-12-0009.
Byggingarstjóri kynnti þau mál sem nefndin þyrfti að taka ákvörðun um.
- Lyftubrautir í íbúðir: nefndin samþykkir að setja upp festingar í allar íbúðir ásamt einni braut í sjúkrabað í sameiginlegu rými.
- Lyklakerfi: nefndin samþykkir að sett verði upp aðgangsstýrikerfi í hjúkrunarheimilið.
- Bjöllukerfi: nefndin samþykkir að sett verði upp bjöllukerfi í hjúkrunarheimilið.
- Fellihurðir í iðjuþjálfun: nefndin samþykkir að hafa tvo felliveggi án hljóðkrafna.
- Lýsing: nefndin samþykkir tillögu arkitekts að óbeinni lýsingu, byggingarstjóra falið að ganga frá vali lýsingar í samráði við hönnuði.
- Loftaklæðningar: Nefndin samþykkir að hafa kerfisloft á göngum, timburklæðningu í loftum í íbúðum og hluta af sameiginlegu rými.
- Gluggatjöld og brautir: nefndin samþykkir að setja upp gardínubrautir inn í allar íbúðir ásamt sóltjöldum (screen).
- Loftræsikerfi: Nefndin felur byggingarstjóra að ræða við hönnuði um útfærslu á loftræsikerfi.
- Munahólf í innréttingu í íbúðum: nefndin samþykkir að hafa læst munahólf í innréttingu í íbúðum.
- Gólfefni: nefndin samþykkir að hafa vinyl dúk á blautrýmum, linoleum dúk í íbúðum og göngum, viðarparket í kjörnum.
- Raflagnir: nefndin ræddi niðurröðun á tækjum með tilliti til tengla.
Nefndin felur byggingarstjóra að ganga frá öðrum málum sem fram komu á fundinum í samráði við hönnuði.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:30.
Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.
Svanlaug Guðnadóttir.
Sigurður Pétursson.
Ágúst Gíslason.
Jóhann Birkir Helgason.