Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 29. fundur - 3. júlí 2013
Þetta var gert:
1. Tilboð í verkið Hjúkrunarheimilið Eyri, uppsteypa og frágangur utanhúss. 2011-12-0009.
Föstudaginn 28. júní 2013 voru opnuð tilboð í verkið, Hjúkrunarheimilið Eyri, uppsteypa og frágangur utanhúss.
Fjögur tilboð bárust frá eftirtöldum aðilum.
- Byggingarfélagið Borgfirðingur ehf. 673.169.952,-
- Byggingarfélagið Borgfirðingur ehf, frávikstilboð 497.308.177,-
- Geirnaglinn ehf. 646.470.055,-
- Vestfirskir verktakar ehf. 464.112.073,-
Kostnaðaráætlun 427.834.972,-
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að ganga til samninga við Vestfirska verktaka ehf. um ofangreint verk á grundvelli tilboðs fyrirtækisins, að uppfylltum skilyrðum útboðsgagna.
2. Byggingarstjóri. 2013-01-0055.
Lagt fram bréf Lex lögmannsstofu dags. 14. júní 2013 er varðar ráðningu byggingarstjóra fyrir hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði.
Einnig lagt fram bréf Juris lögmannsstofu dags. 25. júní 2013, þar sem erindi Lex lögmannsstofu er svarað.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 11:55.
Kristín Hálfdánsdóttir, formaður.
Svanlaug Guðnadóttir.
Sigurður Pétursson.
Daníel Jakobsson.
Jóhann Birkir Helgason.
Ágúst Gíslason.