Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 13. fundur - 30. janúar 2012
Þetta var gert:
1. Yfirferð forvalsgagna og mat. 2011-12-0009.
Farið yfir einkunnagjöf, fjárhag og fjárskuldbindingar þátttakenda í forvali. Við yfirferð kom í ljós að aðilar 2-6 voru jafnir að stigum og telur nefndin því eðlilegt að sex aðilum verði gefinn kostur á þátttöku í arkitektahönnun hjúkrunarheimilis á Ísafirði í stað fimm, eins og upphaflega var ráðgert.
2. Ákvörðun um þátttakendur í arkitektahönnun hjúkrunarheimilis á Ísafirði. 2011-12-0009.
Eftirtaldir aðilar verða þátttakendur í arkitektahönnun hjúkrunarheimilis á Ísafirði:
Batteríið arkitektar ehf,
Arkitektur.is,
Yrki arkitektar,
AVH ehf,
Arkís arkitektar,
VA arkitektar ehf.
3. Önnur mál
A. Nefndin hefur ákveðið að leita til bæjarbúa um nafngift á nýtt hjúkrunarheimili. Upplýsingafulltrúa bæjarins falið að vinna að málinu. Niðurstöður verði ljósar um miðjan mars n.k.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:55.
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Svanlaug Guðnadóttir.
Margrét Geirsdóttir.
Jóhann Birkir Helgason.