Menningarmálanefnd - 150. fundur - 9. september 2008
Mættir eru: Inga Steinunn Ólafsdóttir, formaður, Anna Sigríður Ólafsdóttir og Ingunn Ósk Sturludóttir. Þorleifur Pálsson, bæjarritari, sat fund nefndarinnar og ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Erindi Tónlistarfélags Ísafjarðar, sent menningarmálanefnd frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar. 2007-11-0081
Lagt fram bréf Tónlistarfélags Ísafjarðar ódagsett, er sent var menningarmálanefnd frá fundi bæjarráðs þann 8. september s.l. Í bréfinu er óskað eftir fjárhagslegum stuðningi frá Ísafjarðarbæ, að upphæð kr. 1.000.000.-, vegna kostnaðar við að halda ,,Tónlistardaginn mikla? hér á Ísafirði, í tilefni af 60 ára afmæli Tónlistarfélagsins.
Anna Sigríður Ólafsdóttir vék af fundi undir þessum lið og í hennar stað kom Andrea Harðardóttir.
Menningarmálanefnd telur sér fært að veita styrk að upphæð kr. 400.000.-, í tilefni 60 ára afmælis Tónlistarfélagsins, af sínum ráðstöfunarliðum í fjárhagsáætlun, en vísar hugsanlega hærri styrkveitingum til bæjarráðs.
2. Bréf innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarps RUV. ? Útsvar spurningakeppni sveitarfélaga. 2008-09-0036
Lagt fram bréf frá Elísabetu Lindu Þórðardóttur f.h. innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarps RUV dagsett 18. júní s.l. Í bréfinu kemur fram að verið sé að undirbúa dagskrá komandi vetrar og að þátturinn Útsvar, spurningakeppni milli sveitarfélaga, verði áfram á dagskrá. Verið er að kanna hvort Ísafjarðarbær sjái sér fært að taka aftur þátt í þessum þætti. Ingi Þór Ágústsson, formaður menningarmálanefndar, svaraði þessu erindi með jákvæðum hætti nú í sumar, en tilnefna þarf fulltrúa Ísafjarðarbæjar í þáttinn.
Lagðar voru fram hugmyndir um þátttakendur f.h. Ísafjarðarbæjar og formanni falið að ræða við nokkra einstaklinga um að vera fulltrúar Ísafjarðarbæjar í Útsvari.
3. Bréf Kómedíuleikhússins. ? Beiðni um afnot af Tjöruhúsi í Neðstakaupstað. 2007-09-0059
Lagt fram bréf frá Kómedíuleikhúsinu á Ísafirði dagsett 10. ágúst s.l., þar sem óskað er afnota af Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað til leiksýninga leikárið 2008-2009.
Menningarmálanefnd tekur vel í erindi Kómedíuleikhússins og mun boða Elvar Loga Hannesson á næsta fund nefndarinnar til viðræðna.
4. Útilistaverk í Ísafjarðarbæ.
Rætt um ástand útilistaverka í Ísafjarðarbæ og ákveður nefndin að fara í skoðunarferð á næstunni og óskað verður eftir að fulltrúi tæknideildar Ísafjarðarbæjar verði með í för.
5. Byggðasafn Vestfjarða. ? Íslensku safnaverðalaunin 2008. 2007-02-0137
Menningarmálanefnd óskar stjórn og starfsfólki Byggðasafns Vestfjarða til hamingju með að hafa hlotið Íslensku safnaverðlaunin fyrir árið 2008, fyrir metnaðarfullt starf að safnamálum.
6. Veturnætur. ? Framkvæmdir og skipulagning.
Rætt var um hátíðina ,,Veturnætur?, sem verið hefur á vegum menningarmála- nefndar undanfarin ár. Menningarmálanefnd ákveður að ,,Veturnætur? verði haldnar dagana 23. til og með 26. október n.k.
Frekari undirbúningur og ákvarðanir verða á næsta fundi menningarmálanefndar, sem verður um komandi mánaðarmót.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:40.
Inga Steinunn Ólafsdóttir, formaður.
Ingunn Ósk Sturludóttir.
Anna Sigríður Ólafsdóttir.
Andrea Harðardóttir.
Þorleifur Pálsson, ritari.