Menningarmálanefnd - 135. fundur - 6. febrúar 2007

Mættir eru:  Ingi Þór Ágústsson, formaður, Inga Ólafsdóttir, varaformaður og Andrea S. Harðardóttir. Fundargerð ritaði Rúnar Óli Karlsson.


Anna Sigríður Ólafsdóttir mætti ekki til fundar og kom Andrea S. Harðardóttir í hennar stað.


Þetta var gert.



1. Stefnumótun í menningarmálum.


Lögð fram drög menningarmálanefndar varðandi stefnumótun í menningarmálum, þau rædd og ákveðið með framhaldið.



2. Listamannaþing.


Kómedíuleikhúsið stóð fyrir listamannaþingi á Hótel Ísafirði sl. mánudagskvöld. Þarna kom saman áhugafólk um menningu og listir og hlustaði á fróðleg erindi frá fulltrúum hinna ýmsu menningargeira.


Menningarmálanefnd vill koma á framfæri þakklæti til Kómedíuleikhússins fyrir skemmtilegt framtak, sem vonandi verður framhald á.


 


3. Ungt fólk 2006.  (2007010074)


Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 5. febrúar s.l., var lagt fram bréf menntamálaráðuneytis dagsett 29. janúar s.l., ásamt skýrslu um niðurstöður úr rannsókninni ,,Ungt fólk 2006?, sem gerð var á viðhorfum nemenda til menntunar, menningar, tómstunda og íþróttaiðkunar, auk þess að kanna framtíðarsýn íslenskra ungmenna. 


Lagt fram til kynningar.



4. Styrkveiting til fornleifauppgraftar á Eyrartúni á Ísafirði.


Baugur Group hefur veitt Byggðasafni Vestfjarða tvær milljónir króna í styrk til fornleifauppgraftar á Eyrartúni á Ísafirði. Markmiðið er að halda áfram með þær rannsóknir, sem unnið hefur verið að undanfarin misseri.


Menningarmálanefnd þakkar stuðninginn.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:00.


Ingi Þór Ágústsson, formaður.


Inga S. Ólafsdóttir.      


Andrea S. Harðardóttir.


Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.      





Er hægt að bæta efnið á síðunni?