Menningarmálanefnd - 134. fundur - 18. janúar 2007

Mættir eru:  Ingi Þór Ágústsson, formaður, Inga Ólafsdóttir, varaformaður og Anna Sigríður Ólafsdóttir. Fundargerð ritaði Rúnar Óli Karlsson.


Þetta var gert.



1. Digi Film ? Styrkbeiðni. 


Lagt fram bréf frá Digi Film þar sem óskað er eftir styrk að upphæð              kr. 200.000.-, vegna heimildarmyndar um leiklistarhátíðina Act Alone árið 2006.


Menningarmálanefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 100.000.- til verkefnisins og óskar jafnframt eftir því að fá tvö eintök af myndinni til varðveislu.



2. Hljómsveitin Reykjavík! ? styrkbeiðni.


Lagður fram tölvupóstur frá Kristjáni Frey Halldórssyni 7. desember 2006.


Hljómsveitin Reykjavík!, sem að stærstum hluta er skipuð ísfirskum tónlistarmönnum, hefur verið boðið á MIDEM, eina stærstu kaupstefnu í tónlistargeiranum, sem haldin er í Cannes ár hvert. Sveitin hefur hlotið mikið lof fyrir fyrstu breiðskífu sína og er platan m.a. tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna, sem besta plata ársins. Þetta ævintýri hljómsveitarinnar kemur til með að kosta töluverða peninga og óskar sveitin eftir styrk frá nefndinni til að kljúfa verkefnið. Hér er um mjög metnaðarfullt verkefni að ræða.


Menningarmálanefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu.


 


3. Mánaðarskýrsla



Mánaðarskýrsla fjármálstjóra um rekstur og fjárfestingar fyrir tímabilið janúar ? nóvember 2006 lögð fram til kynningar.



4. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar ? markmið og stefnumótun.


Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett         3. janúar 2007, þar sem óskað er eftir markmiðum menningarnefndar. Allar nefndir eiga að skila inn slíkum markmiðum í tengslum við gerð aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008 ? 2020.


Formanni og starfsmanni nefndarinnar falið að gera drög að svari og leggja fyrir nefndina.



5. Aldarafmæli Guðmundar Inga Kristjánssonar frá Kirkjubóli.


Lagður fram tölvupóstur frá Ásvaldi Magnússyni, Tröð í Önundarfirði, dagsettur 8. janúar sl., þar sem hann fyrir hönd undirbúningsnefndar, óskar eftir styrk að upphæð kr. 120.000.- vegna aldarafmælis Guðmundar Inga Kristjánsson frá Kirkjubóli í Önundarfirði, fyrrum heiðursborgara Ísafjarðarbæjar, sem haldið var upp á 15. janúar n.k.


Nefndin samþykkir erindið.



6. Önnur mál


a. Borist hefur uppgjör frá Kómedíuleikhúsinu dags. 16. janúar 2007, vegna verkefna leikhússins fyrir menningarmálanefnd árið 2006. Menningarmálanefnd samþykkir uppgjörið.


b. Lagt fram bréf frá franska leiklistarhópnum Turak dagsett 17. janúar sl., þar sem fram koma tæknilegar upplýsingar fyrir leiksýninguna sem haldin verður á Ísafirði þann 25. apríl næstkomandi. 


Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 16:10.


Ingi Þór Ágústsson, formaður.


Inga S. Ólafsdóttir.     


Anna Sigríður Ólafsdóttir     


Rúnar Óli Karlsson.      





Er hægt að bæta efnið á síðunni?