Menningarmálanefnd - 122. fundur - 9. maí 2006


Þetta var gert.



1. Umsóknir um styrki menningarmálanefndar 2006. - Styrkveitingar.


Teknar fyrir að nýju umsóknir er borist hafa um styrki menningarmálanefndar á árinu 2006, en umsóknirnar voru lagðar fram til kynningar á 121. fundi nefndarinnar.  Neðangreindir aðilar hlutu styrki að þessu sinni.


EDINBORG, menningarmiðstöð, Aðalstræti 7, 400 Ísafirði.   Kr. 150.000.- 


Gospelkór Vestfjarða, Þjóðólfsvegi 5, 415 Bolungarvík.   Kr. 100.000.-


Karlakórinn Ernir, Kirkjubóli Valþjófsdal, 425 Flateyri.  Kr. 100.000.- 


Kómedíuleikhúsið, Elvar L. Hannesson, Túngötu 17, 400 Ísafirði.  Kr. 150.000.- 


Myndlistarfélagið Ísafirði. Aðalstræti 22, 400 Ísafirði.  Kr. 150.000.- 


Pétur Tryggvi Hjálmarsson, Brautarholti, 400 Ísafirði.   Kr. 100.000.-


Rótahátíð, Sóley C. Villaespin, Stakkanesi 16, 400 Ísafirði.  Kr.  20.000.-


Sólrisuhátíð MÍ, Gunnar A. Gunnarsson, Silfurtorig 1, 400 Ísafirði. Kr. 100.000.- 


Sunnukórinn Ísafirði, Hafraholti 38, 400 Ísafirði.   Kr. 100.000.-


Svæðisskrifst. málefna fatl. Vestfj., Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði. Kr.  50.000.-


Tónlistarfélag Ísafjarðar, Austurvegi 11, 400 Ísafirði.   Kr. 150.000.- 


Þröstur Jóhannesson, Hlíðarvegi 36, 400 Ísafirði.   Kr.  50.000.-


Leikfélagið Hallvarður Súgandi, Aðalgötu 28, 430 Suðureyri.  Kr. 150.000.-


Ferðaþjónustan Kirkjubóli í Bjarnadal, Önundarfirði,  425 Flateyri. Kr.  20.000.-


Hvað varðar umsókn frá Tinnu Þorsteinsdóttur vegna atburðarins ,,Við Djúpið? þá er afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja upplýsingar um hvort Ísafjarðarbær komi á einhvern annan hátt að atburðinum.



2. Undirbúningur dagskrár fyrir 17. júní hátíðahöld 2006.


Rætt um undirbúning að dagskrá fyrir hátíðahöld í Ísafjarðarbæ á 17. júní n.k.  Unnið verður að frekari undirbúningi á milli funda og rætt við þá aðila er koma að hátíðahöldunum í ár.  Hátíðin verði með svipuðu sniði og undanfarin ár.



3. Elevtræf í Roskilde 26. ágúst - 1. september 2006.


Rætt um undirbúning og val unglinga úr grunnskólum Ísafjarðarbæjar, er færu á vinabæjarmótið í Roskilde í Danmörku dagana 26. ágúst - 1. september 2006.


Formaður menningarmálanefndar Inga Ólafsdóttir og Árni H. Ívarsson, íþróttakennari og fararstjóri á síðasta Elevtræf, hafa rætt við all marga unglinga, sem sótt hafa um að taka þátt í vinabæjarmótinu í Roskilde.  



4. Ungdomskonferensen í Joensuu 31. júlí - 4. ágúst 2006.


Rætt um vinabæjarmótið Ungdomskonferensen er haldið verður í Joensuu í Finnlandi, dagana 31. júlí - 4. ágúst 2006.


Menningarmálanefnd felur formanni að ræða við Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúa Ísafjarðarbæjar, um að hann verði nefndinni innan handar, um val á fulltrúum Ísafjarðarbæjar á vinabæjarmótið í Joensuu.



5. Bréf Andrésar Þ. Gunnlaugssonar. - Jazzkvartett.


Lagt fram tölvubréf frá Andrési Þ. Gunnlaugssyni dagsett 4. apríl s.l., þar sem hann spyrst fyrir um hvort áhugi sé hjá menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar á að hann ásamt jazzkvartett sínum komi og haldi tónleika í Ísafjarðarbæ.


Menningarmálanefnd felur bæjarritara að svara bréfinu með ábendingum um aðila er hugsanlega væru tilbúnir að taka á móti þeim.



6. Útilistaverk í Ísafjarðarbæ.


Menningarmálanefnd ítrekar óskir sínar í 5. lið 121. fundargerðar sinnar frá 21. mars s.l., þar sem þess er óskað að tæknideild Ísafjarðarbæjar taki út ástand útilistaverka í Ísafjarðarbæ, sem og að kanna þann möguleika að minnisvarði um Ragnar H. Ragnar á Eyrartúni verði fluttur á lóð Tónlistarskóla Ísafjarðar.        


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 16:30.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Inga Ólafsdóttir, formaður.


Sigurborg Þorkelsdóttir.     


Hansína Einarsdóttir.      





Er hægt að bæta efnið á síðunni?