Landbúnaðarnefnd - 74. fundur - 28. júní 2006

Nefndin kom saman til fyrsta fundar eftir sveitarstjórnarkosningarnar 27. maí s.l.


Fundarritari: Þórir Örn Guðmundsson.





Nefndin er þannig skipuð:





Aðalmenn:


Sighvatur J. Þórarinsson, formaður.D


Jón Sigmundsson, varaformaður.B


Ari S. Sigurjónsson.Í





Varamenn:


Helgi Árnason.D


Guðmundur Steinþórsson.B


Karl Bjarnason.Í


Þetta var gert:



1. Kosning ritara nefndarinnar.


Uppástunga kom um Ara Sigurjónsson, sem ritara nefndarinnar og var hún samþykkt samhljóða.



2. Umsókn um leyfi til búfjárhalds. 2005-11-0068.


Umsókn um leyfi til frístundabúskapar í Ísafjarðarbæ hefur borist frá Andrési Jóhannssyni, Vallargötu 8, 420 Súðavík, frá síðasta fundi nefndarinnar:


Landbúnaðarnefnd leggur til að Andrési verði veitt umbeðið leyfi til frístundabúfjárhalds í Ísafjarðarbæ og noti hann það beitarland er hann vísar til á grundvelli þeirra reglna sem settar hafa verið.



3. Umsókn um afnot af túnum. 2006-06-0048.


Andrés Jóhannsson, Vallargötu 8, Súðavík, sækir um með bréfi mótteknu. 15. júní s.l., afnotarétt af túni sem nefnt er Stöðlar í Hnífsdal.


Landbúnaðarnefnd leggur til að Andrési Jóhannssyni verði veitt umbeðið tún samkvæmt þeim reglum sem gilda þar um.



4. Fjárrétt í landi Traðar, kynning á stöðu mála. 2004-11-0009


Kynnt hver staða byggingar fjárréttar í landi Traðar í Önundarfirði er. Kom fram að Ásvaldur Magnússon bóndi í Tröð hefur boðist til að sjá um allar framkvæmdir við réttina og fá bændur með sér í þá vinnu.


Nefndin leggur áherslu á að allri vinnu við réttina verði hraðað sem mest og ef með þarf að færa fjármuni frá rekstrarlið á fjárfestingalið. Stefnt skal á að réttin verði tilbúin til notkunar fyrir göngur í haust.



5. Erindi frá bæjarráði, girðing í Skutulsfirði. 2006-06-0049


Lagt fram bréf þar sem kynntar eru tillögur að nýrri girðingu um byggðina í Skutulsfirði. Landbúnaðarnefnd leggur til að bæjarlandið verði girt af og gert fjárhelt. Ennfremur að girðingin liggi fram Tungudal og upp á Seljalandsdal á móts við Sandfellsskíðalyftu. Nefndin leggur áherslu á að girðing frá sjó við Hauganes og upp í Hafrafell hafi forgang.



6. Erindi frá bæjarráði, bréf Búnaðarsamtaka Íslands. 2006-06-0055


Í bréfinu eru upplýsingar um öll búnaðarfélög landsins og formenn þeirra.


Lagt fram til kynningar.



7. Önnur mál.


A. Ráðning refaskyttna.


Kynning á ráðningu veiðimanna. Þar sem ekki var sótt um öll veiðisvæði var starfsmanni nefndarinnar falið að ráða veiðimenn á þau svæði sem ekki var sótt um. Upplýsti hann að veiðimenn hefðu verið ráðnir á eftirfarandi svæði: Frá Mórillu að Innra-Skarði: Jónas Helgason, Æðey. Arnarfjörð, gamla Auðkúluhrepp: þeir Jóhann Hannibalsson, Hanhóli og Ingvi Sigurðsson, Bolungarvík.


B. Næsti fundur.


Stefnt á að næsti fundur verði 17. ágúst n.k. kl. 14.00. Á þeim fundi verði m.a. á dagskrá fjallskilamálefni.


C. Frístundabúskapur innan þéttbýlis í Ísafarðarbæ.


Enn hafa ekki allir búfjáreigendur sótt um tilskilin leyfi til frístundabúfjárhalds í Ísafjarðarbæ.


Landbúnaðarnefnd leggur til við bæjarráð, að samþykktum þess um reglur til frístundabúfjárhaldhald, verði framfylgt með öllum tiltækum ráðum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.


Sighvatur Jón Þórarinsson, formaður.


Ari Sigurjónsson.


Guðmundur Steinþórsson.


Helgi Árnason.


Karl A. Bjarnason.


Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur.


Þórir Örn Guðmundsson, ritari.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?