Íþrótta-og tómstundanefnd - 97. fundur - 27. ágúst 2008

Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður,  Rannveig Þorvaldsdóttir, Stella Hjaltadóttir og Ingólfur Þorleifsson. Margrét Halldórsdóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar. Þórdís Jakobsdóttir mætti ekki og enginn mætti í hennar stað.


Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.



Þetta var gert:


1. Lagt fram bréf frá íþrótta- og tómstundafulltrúa varðandi menningarhús 2008-08-0036.



Nefndin fagnar þeirri vinnu sem farið hefur fram og leggur til að fundið verði húsnæði sem hentar og kostnaðaráætlun gerð. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna áfram að málinu.



2. Lagt fram bréf frá íþrótta- og tómstundafulltrúa varðandi fjölda barna í Dægradvöl 2008-08-0041.


Nefndin er sammála því að setja þurfi reglur um fjölda barna á hvern starfsmann. Þá ber að skoða það sérstaklega ef um börn með einhver frávik er að ræða. Nefndin er sammála íþrótta- og tómstundafulltrúa um að ekki séu fleiri en 12 börn í umsjón hvers starfsmanns.



3. Fréttabréf Dægradvalar lagt fram til kynningar.


Nefndin fagnar því að foreldrar séu vel upplýstir.



4. Bæklingur um íþrótta- og tómstundastarf í Ísafjarðarbæ haust 2008 lagt fram til kynningar.


Nefndin lýsir ánægju sinni með útgáfu þessa bæklings.



5. Rökstuðningur varðandi bókun íþrótta- og tómstundanefndar um styrktarsjóðinn Framför. 2008-06-0028


Formanni falið að svara bæjarráði í samræmi við umræður á fundinum..



6. Önnur mál.


Íþrótta- og tómstundafulltrúi upplýsti nefndina um starfsfólk í Félagsmiðstöðvum Ísafjarðarbæjar. Helga Lind Mar er í 100% starfi við Félagsmiðstöðina á Ísafirði en aðrir starfsmenn í tímavinnu eru Hermann Grétar Jónsson og Óskar Albertsson. Á Suðureyri verður Einar Ómarsson áfram eins og undanfarin ár. Á Flateyri verður Smári Snær Eiríksson starfsmaður og á Þingeyri Daðey Arnborg Sigþórsdóttir.


Íþrótta- og tómstundanefnd skorar á alla íbúa Ísafjarðarbæjar að fara til vinnu og í skóla fyrir eigin vélarafli.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið klukkan kl.17:20.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir


Stella Hjaltadóttir


Ingólfur Þorleifsson


Margrét Halldórsdóttir


Rannveig Þorvaldsdóttir



Er hægt að bæta efnið á síðunni?