Íþrótta-og tómstundanefnd - 87. fundur - 23. janúar 2008
Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Stella Hjaltadóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar og Torfi Jóhannsson, fulltrúi HSV. Þórdís J. Jakobsdóttir boðaði forföll og mætti Guðríður Sigurðardóttir í hennar stað.
Fundargerð ritaði Margrét Geirsdóttir.
Þetta var gert:
1. Skíðalandsmót 2008.
Rætt um fyrirkomulag kaffisamsætis fyrir keppendur og fararstjóra á Skíðalandsmóti 2008. Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar felur formanni að hafa samband við HSV og kanna áhuga starfandi íþróttafélaga á að taka að sér að sjá um samsætið.
2. Styrkbeiðni frá félagi eldri borgara, Ísafirði. 2008-01-0047.
Tekið fyrir bréf frá frá félagi eldri borgara á Ísafirði dags. 10. desember 2007 þar sem óskað er eftir tímum fyrir eldri borgara í íþróttahúsum við Torfnes og Austurveg og sundhöll við Austurveg á árinu 2008. Óskað er eftir að afnotin verði gjaldfrjáls. Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur starfsmanni að vinna að málinu.
3. Gátlisti vegna vals á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar.
Farið yfir gátlista vegna vals á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar. Á gátlista eru tiltekin þau atriði sem hafa þarf í huga í undirbúningi athafnarinnar.
4. Styrkbeiðni frá Stútungsnefnd á Flateyri. 2008-01-0060.
Tekið fyrir erindi, áframsent af fundi bæjarráðs þann 21. janúar 2008, en það er bréf dagsett 14. janúar 2008 þar sem óskað er eftir gjaldfrjálsum afnotum af íþróttahúsinu á Flateyri vegna ,,Stútungs? þann 9. febrúar næstkomandi.
Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarráð að erindinu verði hafnað.
5. Unglingalandsmót UMFÍ 2010. 2008-01-0063.
Tekið fyrir erindi, áframsent af fundi bæjarráðs þann 21. janúar 2008, en það er bréf dagsett 15. janúar 2008 þar sem tilkynnt er að ákveðið hafi verið að auglýsa eftir umsóknum frá sambandsaðilum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 13. unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina 2010. Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar til skoðunar. Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar sér ekki ástæðu til þess að sótt verði um að halda unglingalandsmótið að þessu sinni.
6. Önnur mál.
A. Lögð fram gögn frá Golfklúbbnum Glámu sem fela í sér fundargerð dags. 20. nóvember 2007, greinargerð um uppbyggingu golfvallar í Meðaldal, drög að samningi um uppbyggingu golfvallar og kostnaðaráætlun vegna uppbyggingar og endurbóta GGL á árabilinu 2008-2014. Óskað er eftir að gerður verði samningur á milli Golfklúbbsins Glámu og Ísafjarðarbæjar, sambærilegan við samning sem gerður var á milli Golfklúbbs Ísafjarðar og Ísafjarðarbæjar. Torfi Jóhannsson framkvæmdastjóri HSV kynnti málið fyrir nefndarmönnum. Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar frestar málinu til næsta fundar nefndarinnar.
B. Skíðafélag Ísfirðinga er fyrirmyndarfélag samkvæmt gæðastöðlum ÍSÍ. Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar óskar félaginu innilega til hamingju með áfangann.
Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan kl. 16:30.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Guðríður Sigurðardóttir.
Ingólfur Þorleifsson.
Torfi Jóhannsson.
Stella Hjaltadóttir
Margrét Geirsdóttir.