Íþrótta-og tómstundanefnd - 51. fundur - 12. október 2005

 Á fundinum voru: Bryndís Birgisdóttir, formaður, Sturla Páll Sturluson, Guðríður Sigurðardóttir, Jón Hálfdán Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta var gert:


  1. Skíðasvæðið í Tungu- og Seljalandsdal.

    Jóhann Torfason, forstöðumaður Skíðasvæðis, mætti til fundar við nefndina undir þessum lið til að ræða um rekstrarstöðu skíðasvæðis.


    Íþrótta- og tómstundanefnd felur forstöðumanni Skíðasvæðis og íþrótta- og tómstundafulltrúa, að gera viðeigandi ráðstafanir vegna rekstrarstöðu svæðisins.


    Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði 5 manna starfshópur til að endurskipuleggja þjónustustig og setja upp framtíðarsýn fyrir skíðasvæðið og í hópnum sitji notendur svæðisins og fulltrúar rekstraraðila.


    Jafnframt er forstöðumanni falið að taka saman greinargerð, um framkvæmdir svæðisisns, sundurliðaða eftir verkefnum, fjármögnun og framkvæmdartíma svo ljóst verði hver hefur greitt hvaða framkvæmdir og hvenær.



  2. Fjárhagsáætlun 2006.

    Lögð fram áætlun um ferli við gerð fjárhagsáætlun ársins 2006.


    Lagt fram til kynningar.



  3. Starfsmannamál í íþróttahúsum.

    Rætt um starfsmannamál íþróttahúsanna og hugsanlegar starfslýsingar.


    Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.



  4. Íþróttahús á Suðureyri. 2003-10-0020.

    Farið yfir stöðu framkvæmda við Íþróttahúsið á Suðureyri.



  5. Húsnæðismál Félagsmiðstöðvar.

    Rætt um húsnæðismál Félagsmiðstöðvar og leiðir til úrbóta.



  6. Önnur mál.


  1. Tímar íþróttafélaga á Suðureyri og Flateyri.

    Gunnar Þórðarson upplýsti að ekki hafi borist umsóknir til HSV um tíma í íþróttahúsum á Suðureyri, Þingeyri og Flateyri.



  2. Styrkur vegna Gamla apóteks/Evróvísi. 2005-06-0052.

    Lagt fram bréf frá Menntamálaráðuneytinu dags. 4. okt. s.l., þar sem Ísafjarðarbæ er veittur styrkur að upphæð 500.000 kr til undirbúningsvinnu við Evróvísi. Greinargerð um notkun styrkfjárins óskast send ráðuneytinu fyrir 1. janúar n.k.


    Lagt fram til kynningar.



  3. Allt hefur áhrif.


Jóna Benediktsdóttir spyr um stöðu verkefnisins ,,Allt hefur áhrif".


Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að afla upplýsinga.



Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00.




Bryndís Birgisdóttir, formaður.


Sturla Páll Sturluson. Jóna Benediktsdóttir.


Guðríður Sigurðardóttir. Jón Hálfdán Pétursson.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Jón Björnsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?