Íþrótta-og tómstundanefnd - 129. fundur - 8. febrúar 2012
Að auki sátu fundinn Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdarstjóri HSV og Patrekur Súni Reehaug Jensson, forstöðumaður íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar.
Dagskrá:
1. |
2012010044 - Umsókn um afnot af 3. hæð Sundhallar á Ísafirði. |
|
Lagt fram bréf frá Golfklúbbi Ísafjarðar dagsett 20. janúar s.l., þar sem óskað er eftir að fá 3. hæð Sundhallar Ísafjarðar til afnota undir æfingaraðstöðu. Nefndinni lýst vel á hugmyndir Golfklúbbsins, en þær gætu orðið golfíþróttinni til framdráttar. |
||
|
||
2. |
2012020023 - Útfærsla á hagræðingu í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar. |
|
Lagðar fram tillögur að opnunartímum íþróttamannvirkja sumarið 2012 og veturinn 2012-2013. Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
2012020022 - Boðskort - Íslandsglíman. |
|
Lagt fram boðskort frá Glímusambandi Íslands og Glímudeild Harðar þar sem fulltrúum íþrótta- og tómstundanefndar er boðið að vera viðstödd Íslandsglímuna sem haldin verður laugardaginn 14. apríl n.k. í íþróttahúsinu á Torfnesi. Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
2012010006 - Ýmis erindi 2012 - Ungmennafélag Íslands |
|
Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 3. janúar s.l., þar sem óskað er eftir því við sveitarfélög að þau veiti hópum sem eru í íþróttakeppnum afsláttarkjör af gistingu í skólahúsnæði viðkomandi sveitarfélags. Nefndin er jákvæð fyrir því að íþróttahópar fái gistingu á viðráðanlegu verði í skólahúsnæði, en leggur áherslu á að fræslunefnd fái málið til umsagnar. |
||
5. |
2012010029 - Útboð á rekstri skíðasvæða í Ísafjarðarbæ. |
|
Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dagsett 16. janúar sl. Bréfið varðar drög að útboðsgögnum fyrir rekstur á skíðasvæðum Ísafjarðarbæjar í Tungudal og á Seljalandsdal, Ísafirði. Nefndin telur að útboð á rekstri svæðanna verði því ekki til hagsbóta. Betur verði að skoða þann möguleiki að hafa á svæðinu svæðisstjóra hluta úr ári, sem er ábyrgur fyrir því og hefur það í fyrsta sæti þann hluta úr árinu, sem hann sinnir starfi svæðisstjóra. Nefndin vísar í bókun nefndarinnar frá 127. fundi sínum þar sem lýst var áhyggjum af svæðinu.
Úr fundarggerð 127. fundar íþrótta- og tómstundarnefndar a) Gauti Geirsson lýsti yfir áhyggjum af skíðasvæðinu. Ekki hefur verið ráðinn svæðisstjóri eins og áætlað var en mjög mikilvægt er að á svæðinu sé einhver sem áhuga hefur á svæðinu og er vakinn og sofinn yfir því. Viðkomandi þarf að vinna samkvæmt veðurspá og ná að fanga þann snjó sem mögulegt er. Mikið er af dýrum búnaði á svæðinu sem fara verður vel með. Mjög illa var gengið frá í sumar þegar enginn virtist bera ábyrgð á svæðinu.Fulltrúar meirihlutans hvetja bæjarstjórn til að endurskoða þá ákvörðun að ráða ekki svæðisstjóra á skíðasvæðið. |
||
|
||
6. |
2011030095 - Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar. |
|
Lögð fram vinnugögn vegna stefnumótunar í íþrótta- og tómstundamálum Ákveðið að fresta málinu til næsta fundar. Gert ráð fyrir vinnufundi 22. febrúar n.k. |
||
|
7. Önnur mál.
a) Hermann V. Jósefsson spurðist fyrir um hvar mál HSV er varðar rekstur á Torfnessvæðinu sé statt og óskar eftir því að málið komi til umfjöllunar nefndarinnar áður en ákvörðun verður tekin.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.
Hildur Sólveig Elvarsdóttir, formaður.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Dagur Hákon Rafnsson.
Hermann Vernharður Jósefsson.
Gauti Geirsson.
Margrét Halldórsdóttir.
Patrekur Súni Reehaug.