Íþrótta-og tómstundanefnd - 121. fundur - 9. mars 2011

Mætt voru: Guðrún Margrét Karlsdóttir, formaður, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Þórdís Jakobsdóttir og Dagur H. Rafnsson. Hermann V. Jósefsson boðaði forföll og mætti Arna Sigríður Albertsdóttir í hans stað. Jafnframt sátu fundinn Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri HSV.

Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.

 

Þetta var gert:

 

1.      Landsmót UMFÍ 50+. 2011-02-0066.

Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Íslands dagsett  15. febrúar s.l., þar sem óskað er eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarstjórnum til að taka að sér undirbúning og framkvæmd fyrsta Landsmóts UMFÍ 50+ sem haldið verður helgina 24.-26. júní 2011.

Lagt fram til kynningar.

 

2.      Unglingalandsmót Íslands. 2011-02-0008.

Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Íslands dagsett  28. janúar s.l., þar sem óskað er eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarstjórnum til að taka að sér undirbúning og framkvæmd unglingalandsmóta UMFÍ 2013 og 2014, sem haldin eru um verslunarmannahelgina ár hver.

Lagt fram til kynningar.

 

3.      Unglingalandsmót 2013 og 2014. 2011-02-0008.

Lagt fram bréf frá HSV dagsett 23. febrúar s.l., þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins til að sækja um unglingalandsmót UMFÍ 2013 eða 2014.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún veiti HSV stuðning til að sækja um unglingalandsmót UMFÍ 2013 og 2014.

 

4.      Niðurstaða þarfagreiningar vallarhússins á Torfnesi. 2011-03-0004.

Lögð fram til kynningar þarfagreining unnin af HSV, þar sem fram koma hugmyndir íþróttafélaganna á breytingum á vallarhúsinu á Torfnesi, þannig að notagildi hússins verði sem best fyrir alla hagsmunaaðila.

Nefndinni lýst vel á þær hugmyndir sem fram koma í þarfagreiningunni, en vilja að gætt verði að aðgengismálum og farið að lögum þegar farið verður í framkvæmdir á salernisaðstöðu, sem og annarri aðstöðu  m.v.t. 34. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992.

 

5.      Ósk um afnot af sundlauginni á Flateyri. 2011-02-0109.

Lagt fram bréf frá Sæfara, Ísafirði, dagsett 25. febrúar s.l., þar sem farið er fram á afnot af sundlauginni á Flateyri á föstudagskvöldum til æfinga og kennslu.

Nefndin leggur til að Sæfara verði leigð sundlaugin á Flateyri með starfsmanni og farið verði eftir gjaldskrá Ísafjarðarbæjar.

 

 

 

6.      Laun í vinnuskólanum sumarið 2011.  2011-03-0017.

Lagt fram bréf frá íþrótta- og tómstundafulltrúa dagsett 2. mars s.l.,  þar sem fram koma tillögur að launum og vinnutíma unglinga vinnuskólans sumarið 2011.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillögurnar verði samþykktar.

 

       7.  Önnur mál.

            a) Félagsmiðstöðin á Þingeyri. Íþrótta- og tómstundafulltrúi greindi frá stöðu       félagsmiðstöðvarinnar og þeim breytingum sem í vændum eru.

 

            b) Forvarnastefna Ísafjarðarbæjar. Íþrótta- og tómstundafulltrúi greindi frá vinnu við      forvarnastefnu Ísafjarðarbæjar.

 

            c) Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að horfið        verðið frá þeirri hugmynd að stefnumótun hefjist með íbúaþingi, en í staðinn verði skipaður            starfshópur sem vinni að stefnumótuninni.

 

            d) Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar. Þórdís Jakobsdóttir lagði til að í framtíðinni skiluðu       íþróttafélögin tilnefningu til HSV og HSV skili þeim síðan til bæjarins.

            Nefndin felur starfsmanni að gera breytingar á reglum um val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar í    samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund.

 

            e) Íþróttaskóli HSV. Guðný Stefanía Stefánsdóttir spurði hvað væri að frétta af íþróttaskóla      HSV.  Framkvæmdastjóri HSV greindi frá því, að fyrirhugað væri að stofna hóp fagaðila til      að skipuleggja starfið.

 

            f) Lottó peningar. Nefndin mótmælir hugmyndum, sem uppi eru varðandi lottótekjur og            skiptingu á þeim.

 

 

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:12.

 

Guðrún Margrét Karlsdóttir, formaður

Þórdís Jakobsdóttir

Guðný Stefanía Stefánsdóttir

Arna Sigríður Albertsdóttir

Dagur H. Rafnsson                                                                                                                  

Margrét Halldórsdóttir

Margrét Geirsdóttir                         

Kristján Þór Kristjánsson

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?