Íþrótta-og tómstundanefnd - 117. fundur - 13. október 2010
Mætt voru: Guðrún Margrét Karlsdóttir, formaður, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Þórdís Jakobsdóttir, Dagur H Rafnsson og Hermann V. Jósefsson. Jafnframt sátu fundinn Jóhann Bæring Gunnarsson umsjónamaður eigna, Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Jón Páll Hreinson formaður HSV og Kristján Þór Kristjánsson framkvæmdastjóri HSV. Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.
Þetta var gert:
1. Reglur um sölu í íþróttamannvirkjum. 2010-10-0020
Lögð fram drög að reglum um sölu veitinga í íþróttamannvirkjum.
Nefndin felur starfsmanni að gera breytingar á reglunum í samræmi við umræður á fundinum og leggur jafnframt til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki reglurnar.
2. Verkefnasamningur HSV og Ísafjarðarbæjar. 2010-01-0032
Lögð fram drög að nýjum verkefnasamningi HSV og Ísafjarðarbæjar og skilgreiningar á þeim verkefnum sem Ísafjarðarbær felur HSV að vinna.
Nefndin felur starfsmanni að vinna áfram að verkefnasamningnum.
3. Samstarfssamningur HSV og Ísafjarðarbæjar. 2007-01-0079
Lögð fram drög að nýjum samstarfssamningi HSV og Ísafjarðarbæjar.
Nefndin felur starfsmanni að vinna áfram að samstarfsamningnum.
4. Skýrsla vinnuskólans. 2010-02-0047
Lögð fram til kynningar skýrsla vinnuskóla Ísafjarðarbæjar sumarið 2010.
5. Opnunartími skíðasvæðisins. 2010-10-0021
Lagður fram tölvupóstur frá umsjónarmanni eigna dagsettur 5.10.2010, þar sem fram kemur tillaga að opnunartíma skíðasvæðisins veturinn 2010-2011. Lagt er til að opnunartími verði sá sami og síðasta vetur.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að tillagan verði samþykkt.
6. Bréf frá HSV. 2010-10-0022.
Lagt fram bréf frá HSV fyrir hönd Golfklúbbs Ísafjarðar, dagsett 8. október 2010, þar sem óskað er eftir að sá möguleiki verði kannaður hvort félagið geti fengið aðstöðu til inniæfinga á 3. hæð Sundhallarinnar.
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar málinu til Tæknideildar Ísafjarðarbæjar til kostnaðargreiningar og úttektar enda sé um áhugavert framtak að ræða. Jafnframt að fjallað verði um málið í umhverfisnefnd.
7. Vinna við gerð nýrrar forvarnastefnu.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti vinnu sem er að fara af stað við gerð nýrrar forvarnastefnu.
Önnur mál.
a) Umsjónarmaður eigna svaraði fyrirspurn frá síðasta fundi þar sem spurt var hvað hver klukkustund kostaði ef aukinn væri opnunartími sundlauga um klukkustund um helgar. Meðalkostnaður á klukkustund er kr. 4.300.- með launatengdum gjöldum.
b) Íþróttafélagið Ívar heldur árlegt Bocciamót sunnudaginn 17. október 2010. Nefndin mun mæta með lið þar.
c) Umræður um gjaldskrá íþróttamannvirkja.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan kl.19:07.
Guðrún Margrét Karlsdóttir, formaður.
Þórdís Jakobsdóttir.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Hermann V. Jósefsson.
Dagur H. Rafnsson.
Margrét Halldórsdóttir.
Margrét Geirsdóttir.
Kristján Þór Kristjánsson.
Jóhann Bæring Gunnarsson.
Jón Páll Hreinsson.