Íþrótta-og tómstundanefnd - 106. fundur - 3. júní 2009
Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís Jakobsdóttir, Stella Hjaltadóttir og Svava Rán Valgeirsdóttir. Ingólfur Þorleifsson boðaði forföll og mætti Hafdís Gunnarsdóttir í hans stað. Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar og Kristján Þór Kristjánsson sátu einnig fundinn.
Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.
Þetta var gert:
1. Samþykktir 69. íþróttaþings ÍSÍ. - 2009-05-0023.
Lögð fram ályktun frá ÍSÍ, dagsett 17.-18. apríl.
Lagt fram til kynningar.
2. Skólahreysti 2009. ? 2009-05-0025.
Lagt fram bréf dagsett maí 2009 frá Andrési Guðmundssyni, þar sem farið er fram á styrk vegna Skólahreysti 2009.
Nefndin leggur til við bæjarráð, í ljósi þess hversu mikið forvarnargildi verkefnið hefur, að það verði styrkt.
3. Rampasvæði á Ísafirði- undirskriftalistar. ? 2009-05-0063.
Lagt fram bréf dagsett 19. maí 2009 auk undirskriftalista þar sem farið er fram á að fá rampasvæði á Ísafirði.
Nefndin fagnar frumkvæði þessara ungu manna og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að athuga kostnað við að setja upp rampasvæði.
Önnur mál
1. 17. Júní 2009. ? 2009-05-0062.
Undirbúningur hátíðarhaldanna ræddur.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan kl.17:05.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Þórdís Jakobsdóttir.
Hafdís Gunnarsdóttir.
Stella Hjaltadóttir.
Svava Rán Valgeirsdóttir.
Margrét Halldórsdóttir.
Kristján Þór Kristjánsson.