Íþrótta-og tómstundanefnd - 104. fundur - 25. febrúar 2009
Mætt voru: Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður, Þórdís Jakobsdóttir, Stella Hjaltadóttir og Ingólfur Þorleifsson. Svava Rán Valgeirsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Lísbet Harðardóttir. Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður skóla- og fjölskylduskrifstofu og Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri HSV sátu einnig fundinn.
Fundargerð ritaði Margrét Halldórsdóttir.
Þetta var gert:
1. Bréf frá íþrótta- og tómstundafulltrúa. Útlán eigna félagsmiðstöðva Ísafjarðarbæjar. 2009-02-0076
Lagt fram bréf frá íþrótta- og tómstundafulltrúa dagsett 20. febrúar þar sem óskað er eftir að settar verði reglur varðandi lán tækjabúnaðs félagmiðstöðvar Ísafjarðarbæjar.
Formanni og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að koma með drög að reglum á næsta fund.
2. Hagir atvinnulausra. 2008-10-0036.
Lögð fram til kynningar sú tillaga sem fór frá íþrótta- og tómstundafulltrúa og formanni íþrótta- og tómstundanefndar til bæjarráðs.
3. Bréf HSV fyrir hönd BÍ. 2009-02-0078
Lagt fram bréf frá HSV fyrir hönd BÍ dagsett 23.febrúar 2009 þar sem farið er fram á að fá að setja upp auglýsingu á stigatöfluna á knattspyrnusvæðinu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að beiðni BÍ verði samþykkt með fyrirvara um að ekki verði auglýst áfengi eða tóbak.
4. Bréf SFÍ ? Beiðni um móttöku keppenda á Unglingameistaramóti Íslands. 2009-02-0020.
Lagt fram bréf frá SFÍ dagsett 9. febrúar 2009 þar sem farið er fram á að tekið verð á móti gestum Unglingameistaramóts Íslands með kaffiveitingum.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að komið verði til móts við SFÍ að hluta.
5. Bréf félags eldri borgara. Ósk um frían aðgang að skíðasvæðum. 2009-02-0045.
Lagt fram bréf frá félagi eldri borgara dagsett 16. febrúar 2009 þar sem óskað er eftir fríum aðgangi að skíðsvæðum fyrir eldri borgara.
Nefndin telur að ekki sé hægt að verða við beiðni eldri borgara að þessu sinni.
6. Vinnuskólinn 2009. 2008-12-0021.
Lögð fram til kynningar handbók Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar 2009.
7. Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar. 2008-11-0018.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar verði stofnað og skipað eftirfarandi ungmennum: Aldís Þórunn Bjarnadóttir, Jóhanna Stefánsdóttir, Júlía Ósk Bjarnadóttir, Klara Alexsandra Birgisdóttir, María Rebekka Hermannsdóttir, Páll Sólmundur H. Eydal og Þorgeir Jónsson.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið klukkan kl.16:40.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Þórdís Jakobsdóttir.
Ingólfur Þorleifsson.
Stella Hjaltadóttir.
Lísbet Harðardóttir.
Margrét Halldórsdóttir.
Kristján Þór Kristjánsson.