Íþrótta - 174. fundur - 17. janúar 2017
Dagskrá:
1. |
Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027 |
|
Lagður fram verkefnalisti nefndarinnar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
Hestamannafélagið Hending - kröfugerð vegna reiðvallar - 2016050078 |
|
Lögð fram drög að samkomulagi við Hestamannafélagið Hendingu, einning lögð fram umsögn HSV um drögin. |
||
Nefndin gerir ekki athugasemd við drögin. Sif Huld Albertsdóttir tók ekki afstöðu til samkomulagsins og gerir athugasemd við að fullnægjandi gögn hafi ekki borist fyrr en á fundinum. |
||
|
||
3. |
Styrkbeiðni frá SFÍ - 2017010047 |
|
Lögð fram styrkbeiðni frá SFÍ vegna Unglingameistaramóts Íslands sem haldið verður á Ísafirði 23.-26. mars 2017. |
||
Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til bæjarráðs þar sem ekki er fé í fjárhagsáætlun fyrir styrk sem þessum. Nefndin veltir fyrir sér hvort hluti þess sem óskað er eftir styrk fyrir eigi að vera í eigu skíðasvæðisins og felur starfsmanni að kanna það. Nefndin vill ítreka að beiðnir sem þessar komi tímalega og áður en vinnu við fjárhagsáætlun er lokið. |
||
|
||
4. |
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016 - 2017010034 |
|
Lagðar fram tilnefningar til íþróttamanns og efnilegasta íþróttamanns Ísafjarðarbæjar árið 2016. |
||
Nefndin valdi íþróttamann Ísafjarðarbæjar 2016 og efnilegasta íþróttamann ársins. Valið verður tilkynnt við athöfn sunnudaginn 22. janúar kl. 16:00 á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði. |
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:40
Kristján Andri Guðjónsson |
|
Jón Ottó Gunnarsson |
Sif Huld Albertsdóttir |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Guðjón Már Þorsteinsson |
|
Margrét Halldórsdóttir |