Íþrótta - 166. fundur - 17. febrúar 2016

Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri HSV sat einnig fundinn.

 

Dagskrá:

1.  

Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

 

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.  

Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi - 2013060084

 

Lagður fram tölvupóstur frá HSV þar sem erindi BÍ, nú Vestra nýstofnaðs félags, er ítrekað.

 

Nefndin leggur til við bæjarráð að Vestri fái yfirráð yfir Vallarhúsinu á Torfnesi. Gerður verði samningur um notkun hússins til eins árs í upphafi. Nefndin felur starfsmanni að gera drög að samningi, í samstarfi við HSV fyrir hönd Vestra. Drög að samningnum verði lögð fyrir nefndina áður en hann verður undirritaður.

 

   

3.  

Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007

 

Lagður fram tölvupóstur frá HSV þar sem fram kemur ósk um áframhaldandi uppbyggingarsamningi við GÍ.

 

Nefndin leggur til við bæjarráð að gengið verði til samninga við GÍ á grundvelli fjárhagsáætlunar 2016.

 

   

4.  

Athugasemd vegna gjaldskrár skíðasvæðis - 2015120058

 

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem fram koma tillögur að breytingum á gjaldskrá íþróttamannvirkja.

 

Nefndinni líst ágætlega á tillögurnar sem þarf að vinna áfram, meðal annars skoða afslátt vegna sambúðarforms og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2017.

 

   

 

 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30

 

 

Kristján Andri Guðjónsson

 

Jón Ottó Gunnarsson

Sif Huld Albertsdóttir

 

Þórir Karlsson

Guðrún Margrét Karlsdóttir

 

Margrét Halldórsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?