Íþrótta - 165. fundur - 20. janúar 2016
Dagskrá:
1. |
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2015 - 2016010011 |
|
Nefndin velur íþróttamann Ísafjarðarbæjar 2015 og efnilegasta íþróttamann ársins. Valið verður tilkynnt við athöfn sunnudaginn 24. janúar kl. 16:00 á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði. |
||
|
||
2. |
Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007 |
|
Rætt um fyrirkomulag uppbyggingarsamninga við íþróttafélög. |
||
Íþrótta- og tómstundanefnd vekur athygli á að allar góðar og vel skilgreindar hugmyndir íþróttafélaga um uppbyggingarverkefni verða teknar til skoðunar með það að marki að uppbyggingarsamningar takist. Þannig er úthlutað fé á fjárhagsáætlun til þessara verkefna ekki pottur sem sækja þarf í heldur markast fjárútlát hverju sinni af þeim samningum sem hafa tekist. Forsenda þess að af samningi verði er að framlög annarra en sveitarfélags séu umtalsverð og verkefnið hljóti samþykki bæjarstjórnar. |
||
|
||
3. |
Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007 |
|
Lögð fram ósk frá SFÍ um áframhaldandi uppbyggingarsamning við sveitarfélagið. Erindinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar. |
||
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt. |
||
|
||
4. |
Aðstaða til inniklifuræfinga á Ísafirði - 2015090069 |
|
Lagt fram erindi Ólivers Hilmarssonar, dags. 15. janúar, fyrir hönd áhugahóps um klifuraðstöðu á Ísafirði varðandi möguleika á að nýta hluta efri hæðar Vallarhússins á Torfnesi undir klifurvegg. |
||
Nefndin óskar eftir áliti HSV um framtíðarnýtingu efri hæðar hússins. Afgreiðslu frestað til næsta fundar. |
||
|
||
5. |
Beiðni Golfklúbbs Ísafjarðar um nýtingu Sundhallarloftsins til frambúðar - 2016010037 |
|
Lagður er fram tölvupóstur Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, f.h. HSV frá 14. janúar sl., ásamt beiðni Kristínar Hálfdánsdóttur, f.h. Golfklúbbs Ísafjarðar, dags. 13. janúar sl., um afnot af Sundhallarloftinu til frambúðar. |
||
Íþrótta- og tómstundanefnd telur að ekki sé hægt að úthluta húsnæðinu til frambúðar að svo stöddu og leggur til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Kristján Andri Guðjónsson |
|
Jón Ottó Gunnarsson |
Sif Huld Albertsdóttir |
|
Þórir Karlsson |
Guðrún Margrét Karlsdóttir |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson |
|
|