Íþrótta - 157. fundur - 16. mars 2015
Dagskrá:
1. |
Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027 |
|
Lagður fram verkefnalisti nefndarinnar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
Framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Ísafirði - 2015020087 |
|
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra er varðar hugmyndir að skipulagsvinnu við Sundhöllina við Austurveg. Jafnframt lagðar fram teikningar og skýrsla frá Glámu-Kím, gamlar teikningr frá Tækniþjónustu Vestfjarða, teikning frá teiknistofunni Eik og ályktun frá stjórn HSV. |
||
Formaður nefndarinnar Benedikt Bjarnason, fulltrúi Í-listans, og bæjarstjóri, Gísli Halldór Halldórsson, lögðu fram eftirfarandi bókun: Tillögu Í-listans er ætlað að flýta ákvörðun um skipulag á Torfnesi. Verði farið að henni liggur ljóst fyrir hvaða verkefni njóta forgangs á Torfnesi á komandi árum. Því má segja að brugðist hafi verið við ályktun íþrótta- og tómstundanefndar með því að skera á hnútinn og tefja ekki lengur skipulagsmál á Torfnesi. |
||
|
||
3. |
Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007 |
|
Lagt fram minnisblað frá formanni nefndarinnar og bæjarstjóra þar sem lagt er til að gerðir verði uppbyggingasamningar við SFÍ og GÍ til eins árs. Einnig lagður fram grunnur að eðli uppbyggingasamninga, meðfylgjandi er greinagerð. |
||
Nefndin samþykkir framlagðan grunn að eðli uppbyggingasamninga en óskar eftir að unnið verði eftir þeim línum sem lagðar voru á síðasta fundi þar sem formanni var falið að hitta fimm íþróttafélög um gerð uppbyggingasamninga. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30
Benedikt Bjarnason |
|
Sif Huld Albertsdóttir |
Þórir Karlsson |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Guðrún Margrét Karlsdóttir |
|
Margrét Halldórsdóttir |