Íþrótta - 141. fundur - 10. september 2013
Dagskrá:
1. |
2013060084 - Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi |
|
Tekin fyrir umsókn frá Kraftlyftingafélaginu Víkingi og einnig umsókn frá BÍ88 um yfirtöku á rekstri á Vallarhúsinu. |
||
Framkvæmdastjóri HSV kynnir fyrir nefndinni umsóknir félaganna vegna yfirtöku á vallarhúsinu. Framkvæmdastjóri HSV leggur til að nefndin bjóði Kraftlyftingafélaginu og BÍ88 á fund til að kynna hugmyndir sínar varðandi framtíð Vallarhússins. Tillaga framkvæmdastjóra samþykkt. Tímasetning fundarins verður ákveðin síðar. |
||
|
||
2. |
2011030095 - Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar |
|
Lagt fram vinnuskjal um stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar, þar sem farið er yfir forgangsröðun uppbyggingar á íþróttarmannvirkjum Ísafjarðarbæjar. |
||
Farið er yfir vinnuskjal vegna þarfagreiningar íþróttarmannvirkja Ísafjarðarbæjar. Nefndin frestar afgreiðslu málsins til miðvikudagsins 25.ágúst. Kl 11:00. |
||
|
||
3. |
2013090017 - Ungt fólk og lýðræði |
|
Guðný Stefanía Stefánsdóttir kynnir Ungt fólk og lýðræði, ráðstefnu sem Ungmennafélag Íslands hefur staðið fyrir undanfarin ár. |
||
Guðný Stefanía leggur til við nefndina að Ísafjarðarbær bjóði sig fram sem ráðstefnustað í dymbilviku 2014. Nefndin tekur vel í hugmyndina og leggur til að Guðný Stefanía Stefánsdóttir og Pétur Markan, framkvæmdarstjóri HSV, vinni málið áfram. |
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.
Guðný Stefanía Stefánsdóttir.
Gauti Geirsson.
Kristján Óskar Ásvaldsson, formaður.
Nanný Arna Guðmundsdóttir.
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs.
Patrekur Súni Reehaug, íþróttafulltrúi.