Aðalfundur 17. maí 2016
Aðalfundur haldinn í Purku 17 maí 2016 klukkan 20:00.
Þórdís Sif Sigurðardóttir er fundastjóri á þessum fyrsta aðalfund sem hefur verið boðaður eftir stofnun ráðsins.
Klárum fyrst hefðbundin aðalfundastjórn svo tekur íbúafundur við.
Ívar kynnir hvað við höfum gert síðast liðið ár, ærslabelgurinn, tiltekningardagur
Spurningar:
Hvenær á að leggja lokahönd á ærslabelginn?
> Það er verið að vinna í því og mun gerast nú á næstu dögum.
Hvaða staðsetningarhugmyndir eru við með fyrir sviðið frá Sólbakka?
> Í minningargarðinum hjá ærslabelgnum, viljum búa til fjölskylduvænt svæði.
Úlfar vill fá svör vegna snjómoksturs.
Næsti dagskráliður, fara yfir :
Það eru engir reikningar hjá félaginu þannig það er ekkert til að fara yfir varðandi það.
Næsti dagskráliður, kosning stjórnar:
Fimm stjórnarmenn.
Tveir varamenn.
Joanna og Jónatan vilja komast úr ráðinu.
Valdemar Jónsson vill komast í ráðið.
Ívar er formaður.
Hverfaráðið helst óbreytt nema Valdemar kemur inn í stað Jónatans.
Næsti dagskráliður, kosning skoðunarmanna reikningafélagsins:
Tveir stjórnarmenn finna skoðunarmenn þegar þess þarf.
Formsatriði varðandi breytingar samþykktarinnar, grein 4 og 5 passa ekki alveg saman. Í 4 grein er
er sagt að það eigi að kjósa formann annað hvert ár. í 5 grein er sagt hvernig aðalfundi er skipulagður, þar kemur fram að eigi að kjósa formann á hverjum einasta fundi og þrjá stjórnarmenn líka. Breytist þannig að formaður er kosinn annað hvert ár en tveir stjórnarmenn á hverju ári. Sú tillaga var samþykkt með kosningu.
Fjármagnsáætlun næsta árs, höfum eina og hálfa milljón í fjárfestingu fyrir árið 2016. Það eiga vera umræður um hvernig eigi að nota það.
Okkar tillaga er að nota part af peningnum til að setja upp sviðið og svo restina í að koma uppi þessum útsýnispalli hjá varnargarðinum á Brimnesveginum.
Guðmundur Björgvinsson segir frá fólkinu sem hefur verið að príla í grjótinu til að taka myndir út fjörðinn og vill að það sé búinn til pallur til að fólk geti séð yfir grjótgarðinn, sem hægt er að taka burt á veturnar.
Bærinn megi alveg banka á dyrnar Siglingastofnun og biðja þá um að styrkja þetta framtak.
Berglind vill að þessi peningur eigi að fara í fólkið í Önundarfirði en ekki túrista.
Leiktæki á tjaldsvæði eru ekki í góðu ástandi.
Hugmyndir frá fólki:
- Búa til grill í minningargarðinum.
- Gera minningargarðinn fjölskylduvænni.
- Aparóla.
Þessi 1 og hálfa milljón er fyrir okkur til að eyða eins og við viljum en má nota sem viðhaldsfé líka, en Ísafjarðarbær mun samt borga fyrir það viðhald sem þarf að gera.
Kosning:
Viljum að Ísafjarðarbær nái þessum sýnispalli fyrir varnargarðinn á Brimnesvegi frá Siglingastofnun.
Sviðið, bekki, grill og jafnvel aparóla í minningargarðinn - allir kusu það.
Fundi aðalstjórnar slitið klukkan 20:40.