Hafnarstjórn - 185. fundur - 21. júní 2016
Dagskrá:
1. |
Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2015 - 2016030064 |
|
Lagður fram ársreikningur hafnarsjóðs Ísafjarðarbæjar 2015. |
||
Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri fór yfir ársreikning hafnarsjóðs fyrir árið 2015. Hafnarstjórn þakkar góðan rekstur. |
||
|
||
2. |
Ársreikningur Hafnasambands Íslands - 2013060031 |
|
Lagður fram ársreikningur Hafnasambands Íslands 2015. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
Boð á Hafnasambandsþing - 2013060031 |
|
Lagt fram boð á Hafnasambandsþing sem haldið verður á Ísafirði dagana 13. og 14. október. |
||
Hafnarstjórn samþykkir að aðalmenn nefndarinnar verði fulltrúar Ísafjarðarbæjar á þinginu og varamenn til vara. |
||
|
||
4. |
Fundargerðir stjórnarfunda Hafnasambands Íslands - 2013060031 |
|
Lagðar fram fundargerðir 383., 384. og 385. stjórnarfunda Hafnasambands Íslands. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
5. |
Sjávarútvegssýning 2016 - 2016060058 |
|
Lagt fram erindi frá Athygli ehf. varðandi sjávarútvegssýningu sem haldin verður 28. til 30. september. |
||
Hafnarstjórn þakkar gott boð en sér ekki ástæðu til að taka þátt í sýningunni. |
||
|
||
6. |
Viðbragðsáætlun vegna bráðamengunar innan hafnarsvæða - 2016010016 |
|
Lögð fram drög Ralfs Trylla umhverfisfulltrúa að endanlegri viðbragðsáætlun vegna bráðamengunar. Áður voru lögð fram drög að áætlun á 183. fundi hafnarstjórnar þann 1. mars sl. |
||
Hafnarstjórn þakkar góða vinnu og samþykkir drögin með fyrirvara um smávægilegar breytingar í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
Hafnarstjórn beinir þeirri áskorun til bæjaryfirvalda að tengivegur milli bátahafnar og Hafnarstrætis á Flateyri verði settur undir bundið slitlag.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:55
Jóna Benediktsdóttir |
|
Sigurður Jóhann Hafberg |
Marzellíus Sveinbjörnsson |
|
Valur Sæþór Valgeirsson |
Ragnar Ágúst Kristinsson |
|
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson |
Guðmundur M Kristjánsson |
|
|