Hafnarstjórn - 180. fundur - 13. júlí 2015

Mættir eru til fundar Kristján Andri Guðjónsson, formaður, Sigurður Hafberg, Daníel Jakobsson, Hafdís Gunnarsdóttir, Marsellíus Sveinbjörnsson, Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.

 

Fjarverandi er Jóna Benediktsdóttir en enginn var í hennar stað vegna forfalla beggja varamanna. Einnig sat fundinn Gísli Jón Kristjánsson áheyrnarfulltrúi undir 3. lið

 

1.            Mávagarður niðurstöður útboðs á stálþili         

                Fyirir fundinum liggur niðurstöður útboðs á stáli vegna fyrirhugaðrar Þybbu á Mávagarði samantekið af Verkís.

                Niðurstöðurnar útboðsins benda til þess að einungis eitt tilboð stndist þær kröfur sem gerðar eru til gæða og styrkleika. Tilboðið er frá G Arasyni og hljóðar uppá kr. 13.756.937. einnig bárust tilboð frá Nanjing Wanhui New material Technology co Ltd. Og Meever & Meever Bv, sem ekki stóðust kröfur útboðsins. Hafnarstjórn ákveður að taka ekki framkomnum tilboðum þar sem óljóst sé með aðkomu samgönguyfirvalda um framlag til verkefnisins.  Hafnarstjórn ítrekar þá afstöðu sína að þar sem Mávagarður hönnun og framkvæmd var langt undir þeim kröfum sem gera verður til slíkra mannvirkja að samgönguyfirvöld geti ekki fríað sig frá því að verkefnið verði klárað með viðunandi hætti til að hægt verði að taka olíuskip uppað hafnarkantinum með fullu öryggi gagnvart skipi og umhverfi, en eins og staðan er í dag þá vantar mikið uppá að það sé í lagi. Hafnarstjórn beinir þeirri áskorun til samgönguyfirvalda að taka þetta mál sérstaklega til skoðunar við afgreiðslu fyrirliggjandi tillögu samgönguáætlunar 2015-2018 sem liggur óafgreitt í Alþingi.

 

2.            Minnisblað frá Hafnasambandi Íslands varðandi samantekt á tryggingalegri stöðu hafna.

                Fyrir fundinum liggur minnisblað sem lögmannastofan Lex vann fyrir hafnasamband Íslands dagsett 23. Júní 2015 um Tryggingamál hafna .

Lagt fram til kynningar.

 

3.            Hurtigruten

Fyrir fundinum liggur bréf frá Rune Andreasen skipstjóra á MV Fram dagsett 30. maí 2015 vegna sjókvía sem liggja í innsiglingalínu til Flateyrarhafnar. Einnig liggur minnisblað hafnarstjóra fyrir þar sem fram koma spurningar um málið til Matvælastofnunar.

Undir þessum lið mætti Gísli Jón Kristjánsson og greindi frá vitneskju sinni um málið. Hafnarstjórn telur að skerpa beri vinnureglur varðandi meðhöndlun á eldiskvíum á hafnarsvæðum.

 

4.            Verkfall hafnsögumanna.

Fyrir fundinum liggur bréf frá Ægi Steini Sveinbjörnssyni  hjá félagi skipstjórnarmanna dagsett 6. júlí 2015 er varðar fyrirhugað verkfall hafnsögumanna sem eru félagsmenn í félagi skipstjórnarmanna en fyrirhugað verkfall á að hefjast á miðnætti 25. júlí næstkomandi hafi ekki samist fyrir þann tíma.

Lagt fram til kynningar. Hafnarstjórn beinir því til samninganefnda beggja aðila að ná samkomulagi fyrir 25. júlí.

              

Ekki fleira gert og fundi slitið klukkan 13:00.

 

Kristján Andri Guðjónsson                        

Sigurður Hafberg                           

Daníel Jakobsson

Hafdís Gunnarsdóttir                   

Marsellóius Sveinbjörnsson                      

Gísli H Halldórsson

Guðmunudr M Kristjánsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?