Hafnarstjórn - 170. fundur - 19. febrúar 2014
Í upphafi fundar var Steinþór Bragason boðinn velkominn í hafnarstjórn en hann tekur sæti Guðfinnu Hreiðarsdóttur. Einnig þakkar hafnarstjórn Guðfinnu fyrir vel unnin störf og er henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.
1. Erindi frá Eimskipafélagi Íslands hf. 2011-01-0034
Fyrir fundinum liggur bréf frá Gylfa Sigfússyni, forstjóra Eimskipafélags Íslands, dagsett 16. janúar 2014 þar sem óskað er eftir að hafnir Ísafjarðarbæjar endurskoði hækkun gjaldskrár fyrir árið 2014.
Hafnarstjórn ákveður að hækkun á vörugjöldum fyrir árið 2014 verði 2%.
2. Framkvæmdir samkvæmt Samgönguáætlun. 2012-01-0001.
Fyrir fundinum liggur yfirlit verkefna á samgönguáætlun þar sem gert er ráð fyrir að klára lagnir og þekju á Suðureyri.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að óska eftir því við hafnamálasvið Vegagerðarinnar að seinni hluti framkvæmda á Suðureyri verði boðinn út. Hafnarstjórn setur einnig fyrirvara á að þegar væntanleg hafnalög verða orðin lög frá Alþingi að sótt verði um viðbótarfjármagn til að verkið megi verða fullklárað þar sem það liggur fyrir að núverandi fjárveiting mun ekki duga fyrir framkvæmdinni.
3. Fundargerð 362. stjórnarfundar Hafnasambands Íslands
Fundargerð 362. stjórnarfundar sem haldinn var 17. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.
4. Minnisblað hafnarstjóra vegna ársins 2013. 2011-01-0034.
Fyrir fundinum liggur samantekt hafnarstjóra á helstu afkomuþáttum hafnarinnar árið 2013.
Hafnarstjórn þakkar fyrir yfirlitið.
5. Færanleg Salerni á Ísafjarðarhöfn. 2014-02-0075.
Fyrir fundinum liggur tillaga um að hafnir Ísafjarðarbæjar skoði það að kaupa færanleg salerni til að nota við flotbryggju þar sem þjónustubátar skemmtiferðaskipa leggjast að neðan við ísinn.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að leita eftir því hjá bæjarstjórn að keyptar verði tvær einingar fyrir sumarið 2014.
6. Moksturstæki hafnarinnar at 936. 2011-01-0034
Fyrir fundinum er tillaga um að tækið verði selt í því ástandi sem það er. Eins og hafnarstjórn er kunnugt um þá hefur notkun tækisins verið stöðvuð af Vinnueftirlitinu.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að auglýsa vél hafnarinnar til sölu og stefnir að því að samskonar vél verði keypt. Einnig felur hafnarstjórn hafnarstjóra að óska eftir því að það fjármagn sem samkvæmt fjárhagsáætlun átti að fara í viðgerðina á tækinu ásamt söluandvirði vélarinnar verði notað til kaupa á nýju tæki.
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 13:25.
Gísli Jón Kristjánsson
Steinþór Bragason
Marzellíus Sveinbjörnsson
Kristján Andri Guðjónsson
Guðmundur M Kristjánsson