Hafnarstjórn - 130. fundur - 9. nóvember 2007
Boðaðir eru aðal og varamenn. Mætt eru Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Níels Björnsson, Gísli Jón Kristjánsson, Kristján Andri Guðjónsson, Sigurður Hafberg, Friðbjörn Óskarsson, Jóhann Bjarnason, Hafsteinn Ingólfsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð. Lilja Rafney Magnúsdóttir og Birkir Einarsson eru fjarverandi.
Fyrst er haldinn opinn fundur með viðskiptavinum hafnarinnar. Matt eru: Ragnheiður Hákonardóttir, Sölvi Sólbergsson, Torfi Einarsson, Örn Torfason, Pétur Sigurðsson, Halldór Sveinbjörnsson og Einar Valur Kristjánsson, einnig Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.
Talsverð umræða var um hafnar- og skipulagsmál af ýmsum toga. Einnig kom fram hjá félögum í Siglingklúbbnum Sæfara áhugi á að byggja upp betri aðstöðu fyrir frístundabáta.
Almenna fundinum lokið kl. 17:30.
Dagskrá:
1. Hæfi vigtarmanna.
Lagt fram erindi frá Hafnasambandi Íslands, dagsett 6. nóvember s.l., sem er svar viðskiptaráðuneytis og Neytendastofu varðandi hæfi vigtarmanna. Kemur fram að í litlum samfélögum beri að taka sérstaks tilits til hæfis / vanhæfisreglna 2. mgr. 27. gr. laga nr. 91/2006, enda liggi rökstuðningur fyrir að aðrar leiðir séu fullreyndar.
Lagt fram til kynningar.
2. Fjárhagsáætlun 2008.
Vinna við lokagerð fjárhagsáætlunar og gjaldskrár.
Hafnarstjórn ákveður að leggja til við bæjarstjórn að flöt hækkun gjaldskrár verð 4,5%, en aflagjald lækki úr 1,4% í 1,3% og kranagjald lækki úr 260.- kr.pr.tonn í 220.- kr. pr.tonn.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.20.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Níels Björnsson.
Gísli Jón Kristjánsson.
Kristján Andri Guðjónsson.
Sigurður Hafberg.
Friðbjörn Óskarsson.
Jóhann Bjarnason.
Hafsteinn Ingólfsson.
Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.