Hafnarstjórn - 113. fundur - 27. mars 2006

Mætt eru Ragnheiður Hákonardóttir, formaður, Sigurður Þórisson, Sigurður Hafberg, Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M. Krisjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.


Jóhann Bjarnason fjarverandi og varamaður hans einnig.


Mættir eru einnig til fundar: Rúnar Óli Karlsson, ferðamálafulltrúi Ísafjarðarbæjar, Jón Páll Hreinsson, forstöðumaður Markaðsskrifstofu Vestfjarða, Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Vestfjarða og Áslaug Alfreðsdóttir frá Vesturferðum.


Þetta var gert.



1. Móttaka á skemmtiferðaskipum og farþegum þeirra.


Formaður hafnarstjórnar setti fundinn og fór yfir helstu áherslumál varðandi móttöku skemmtiferðaskipa hér á Ísafirði. Rúnar Óli Karlsson greindi frá samantekt sem hann hefur unnið vegna verkefnis, sem fyrirhugað er að setja upp á Suðureyri og almennt um móttöku og afþreyingu farþega skemmtiferðaskipanna.


Kom fram í umræðum fundarmanna almenn ánægja varðandi aukningu á komum skemmtiferðaskipa og nauðsyn þess, að bæta aðstöðu vegna móttöku og afþreyingu farþega.



2. Ferðakaupstefnan Seatrade í Miami.


 Hafnarstjóri greindi frá nýafstaðinni ferðakaupstefnu í Miami á Flórída og þeim forbókunum skemmtiferðaskipa, sem búið er að staðfesta fyrir árið 2007. 


Fleira ekki gert og fundi slitið kl.  18.40


Ragnheiður Hákonardóttir, formaður.


Sigurður Hafberg.            


Sigurður Þórisson.


Kristján Andri Guðjónsson.     


Guðmundur M. Kristjánsson.


Jón Páll Hreinsson.      


Rúnar Óli Karlsson.


Dorothee Lubecki.      


Áslaug Alfreðsdóttir.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?