Félagsmálanefnd - 405. fundur - 14. janúar 2016
Gunnhildur Björk Elíasdóttir, formaður boðaði forföll og í hennar stað stýrði Helga Björk Jóhannsdóttir, varaformaður fundi.
Dagskrá:
1. |
Trúnaðarmál. - 2011090094 |
|
Tvö trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd. |
||
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar. |
||
|
||
Hildur Elísabet Pétursdóttir og Guðjón Már Þorsteinsson mættu til fundar undir umfjöllun um þennan lið. |
||
2. |
Samstarfsbeiðni Sólstafa Vestfjarða - 2015040006 |
|
Vegna bókunar félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar á fundi sínum þann 29. október 2015 sem olli töluverðri umræðu í fjölmiðlum, bókar nefndin eftirfarandi: |
||
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar vill, í ljósi undangenginnar umræðu, taka fram að nefndin var einhuga í ákvörðun sinni um stuðning við starfsemi Sólstafa Vestfjarða og telur engar forsendur fyrir að vísað sé til ófaglegrar afstöðu og kunnáttuleysis í viðkvæmum málaflokki. Vísað er til bókunar nefndarinnar frá 29. október 2015 þar sem félagsmálanefnd áréttar vilja sinn til þess að mæla með styrk til Sólstafa Vestfjarða en hafna föstum árlegum rekstrarstyrk. |
||
|
||
3. |
Reglur Ísafjarðarbæjar um þjónustuíbúðir á Hlíf og Tjörn. - 2016010028 |
|
Lögð fram drög að nýjum reglum Ísafjarðarbæjar um þjónustuíbúðir á Hlíf og Tjörn, ásamt verklagsreglum um afgreiðslu umsókna. |
||
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar fagnar því að nýjar reglur séu að líta dagsins ljós og felur þjónustuhópi aldraðra að ljúka við gerð reglnanna í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
4. |
Fundargerðir verkefnahóps Bs-Vest. - 2011090092 |
|
Lögð fram fundargerð verkefnahóps Bs-Vest frá 52. fundi. |
||
Fundargerð lögð fram til kynningar. |
||
|
||
5. |
Fundargerðir stjórnar Bs-Vest. - 2015030003 |
|
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Bs-Vest frá fundum 50, 51 og 52, ásamt fundargerð 1. fundar nýrrar stjórnar Bs-Vest. |
||
Fundargerðir lagðar fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027 |
|
Lagt fram erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 21. desember sl. þar sem félagsmálanefnd er sent til umsagnar frumvarp til laga um húsnæðisbætur (heildarlög), 407. mál. |
||
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar gerir ekki efnislegar athugasemdir við frumvarpið. Nefndin gerir það að tillögu sinni að lögin taki ekki gildi fyrr en 1. janúar 2017 enda hafa sveitarfélög ekki gert ráð fyrir þeim kostnaðarauka í fjárhagsáætlunum fyrir árið 2016 sem lögin fela í sér. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10
Helga Björk Jóhannsdóttir |
|
Hildur Elísabet Pétursdóttir |
Steinþór Bragason |
|
Magnús Þór Bjarnason |
Guðjón Már Þorsteinsson |
|
Sólveig Guðnadóttir |
Sædís María Jónatansdóttir |
|
Margrét Geirsdóttir |
Anna Valgerður Einarsdóttir |
|
Þóra Marý Arnórsdóttir |