Félagsmálanefnd - 392. fundur - 28. október 2014
Dagskrá:
1. |
2011090094 - Trúnaðarmál. |
|
Þrjú trúnaðarmál lögð fram í félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar. |
||
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar. |
||
|
||
2. |
2010050008 - Jafnréttisáætlun og jafnlaunakönnun |
|
Niðurstöður launakönnunar fyrir Ísafjarðarbæ liggja fyrir og hefur sérfræðingur hjá RHA kynnt niðurstöðurnar og skilað skýrslu. |
||
Markmið rannsóknar á launum starfsmanna Ísafjarðarbæjar var að greina hvort um kynbundinn launamun væri að ræða milli starfsmanna í sambærilegum störfum og stöðu hjá Ísafjarðarbæ. Niðurstaða RHA er sú að ekki er marktækur munur á launum kynjanna þegar skoðuð eru leiðrétt dagvinnulaun með tilliti til starfs, aldurs, yfirvinnu, símenntunarálags og persónuálags. Hafa ber í huga að úrtakið er fremur lítið sem gerir samanburð erfiðan í einhverjum tilvikum þar sem fáir aðilar geta verið í flokkum sem verið er að bera saman.
|
||
|
||
3. |
2014090066 - Vinnuver - samstarfsverkefni Starfsendurhæfingar og Vesturafls |
|
Lagt fram erindi frá Hörpu Lind Kristjánsdóttur forstöðumanni SEV og Hörpu Guðmundsdóttur forstöðumanni VA dags. 21. 10. 2014 þar sem óskað er eftir aðkomu Ísafjarðarbæjar að verkefninu Vinnuveri. |
||
Félagsmálanefnd tekur vel í erindið vegna jákvæðra samfélagslegra áhrifa sem verkefnið getur leitt af sér. Nefndin felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að afla frekari upplýsinga hjá umsækjendum. |
||
|
||
4. |
2014080061 - Þjónustuhópur aldraðra, nefndarmenn |
|
Lagt fram minnisblað frá Sædísi Maríu Jónatansdóttur, starfsmanni fjölskyldusviðs. |
||
Félagsmálanefnd felur þjónustuhópi að koma með drög að erindisbréfi fyrir hópinn. |
||
|
||
5. |
2012120016 - Fjárhagsaðstoð |
|
Lagt fram minnisblað frá Sædísi Maríu Jónatansdóttur vegna vinnu við endurskoðun á reglum Ísafjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð. |
||
Lagt fram til kynningar og rætt um breytingar á reglunum. |
||
|
||
6. |
2014100058 - Stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 |
|
Lögð fram stefna velferðarráðuneytisins í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
2014100054 - Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. |
|
Lagt fram frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak. |
||
Félagsmálanefnd felur starfsmönnum að gera athugasemdir við frumvarpið í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
8. |
2014100059 - Frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu (heildarlög), 257. mál |
|
Lagt fram frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu. |
||
Félagsmálanefnd gerir ekki athugasemd við frumvarpið. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30
Gunnhildur Björk Elíasdóttir |
|
Guðný Harpa Henrysdóttir |
Aron Guðmundsson |
|
Hildur Elísabet Pétursdóttir |
Steinþór Bragason |
|
Sædís María Jónatansdóttir |
Hafdís Gunnarsdóttir |
|
Margrét Geirsdóttir |
Anna Valgerður Einarsdóttir |
|
|