Félagsmálanefnd - 381. fundur - 8. október 2013
Dagskrá:
1. |
2011100019 - Þjónusta við eldri borgara á Flateyri og í Önundarfirði. |
|
Þrír fulltrúar úr félagsmálanefnd, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og starfsmenn fjölskyldusviðs fóru á fund við stjórn félags eldri borgara í Önundarfirði. |
||
Rætt um þjónustu við eldri borgara á Flateyri og í Önundarfirði. |
||
|
||
2. |
2011090094 - Trúnaðarmál. |
|
Fjögur trúnaðarmál lögð fram í félagsmálanefnd. |
||
Trúnaðarmálin rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar. |
||
|
||
3. |
2013090014 - Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2014. |
|
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar og starfsmenn gerðu grein fyrir vinnu við gjaldskrá og fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2014. |
||
Umræður um gjaldskrá og fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar. Félagsmálanefnd leggur að bæjarstjórn samþykki framkomna tillögu að gjaldskrá fyrir fjölskyldusvið. |
||
|
||
4. |
2013090029 - Húsaleigubætur 2014. |
|
Lagt fram erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 11. sept. s.l. þar sem tilkynnt er um skil á áætlun á greiðslu húsaleigubóta og sérstakra húsaleigubóta. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
5. |
2010050008 – Jafnréttisáætlun. |
|
Sviðsstjóri fór yfir ályktun landsfundar jafnréttisnefnda og kynnti jafnréttisviku og jafnréttisþing sem verður 24.október til 1. nóvember. |
||
Umræður. |
||
|
Björn Davíðsson vék af fundi kl. 17:50 þegar fjárhagsáætlun fyrir fjölskyldusvið var til umræðu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15
Guðfinna M Hreiðarsdóttir |
|
Jón Reynir Sigurðsson |
Gunnar Þórðarson |
|
Harpa Stefánsdóttir |
Margrét Geirsdóttir |
|
Björn Davíðsson |
Sædís María Jónatansdóttir |
|
|