Félagsmálanefnd - 366. fundur - 13. mars 2012

Dagskrá:

1.

2012030030 - Námskeið um öryggismál aldraðra.

 

Hrefna Magnúsdóttir frá Rauða krossinum kom og greindi frá námskeiði um öryggismál aldraðra.

 

Félagsmálanefnd þakkar fyrir góða kynningu og frábært framtak Rauða krossins með gerð þessa námskeiðs.

 

   

2.

2011090094 - Trúnaðarmál.

 

Fimm trúnaðarmál lögð fram.

 

Trúnaðarmál afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók.

 

   

3.

2012010012 - Undanþága vegna fjölda barna í daggæslu.

 

Samkvæmt upplýsingum starfsmanna er ekki að finna fordæmi fyrir veitingu undanþágu skv. reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005.

 

Félagsmálanefnd staðfestir því afgreiðslu frá 10. janúar s.l.  á grundvelli reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005. 

 

   

4.

2012030031 - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsaleigubætur.

 

Lagt fram erindi frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna), 112. mál.

 

Starfsmönnum fjölskyldusviðs falið að skrifa umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

5.

2011090092 - Fundargerðir verkefnahóps BsVest.

 

Lagðar fram fundargerðir 15. og 16. fundar verkefnahóps Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks.

 

Lagt fram til kynningar.

 

 
 

6.  Önnur mál.

Fjárfestingar á fjölskyldusviði.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs ræddi hugmyndir um fjárfestingar á fjölskyldusviði með tilliti til þriggja ára áætlunar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15.

 

Guðfinna M Hreiðarsdóttir, formaður.

Jón Reynir Sigurðsson.

Gunnar Þórðarson.

Rannveig Þorvaldsdóttir.

Jóna Benediktsdóttir.

Sædís María Jónatansdóttir.

Harpa Stefánsdóttir.

Anna Valgerður Einarsdóttir.

Margrét Geirsdóttir.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?