Félagsmálanefnd - 362. fundur - 8. nóvember 2011
Dagskrá:
1. |
2011090094 - Trúnaðarmál. |
|
Eitt trúnaðarmál lagt fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd. |
||
Trúnaðarmálið rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar. |
||
|
||
2. |
2007010072 - Sérstakar húsaleigubætur |
|
Lagðar fram tillögur að breytingum á reglum um sérstakar húsaleigubætur í Ísafjarðarbæ, en við samþykkt reglnanna í janúar s.l. var ákveðið að endurskoða nýju reglurnar að sex mánuðum liðnum. |
||
Félagsmálanefnd gerir ákveðnar athugasemdir við framkomnar tillögur á reglum um sérstakar húsaleigubætur og felur starfsmönnum að gera breytingar á reglunum í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
||
3. |
2011090091 - Fjölskyldusvið, fjárhagsáætlun 2012. |
|
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir þjónustueiningar í fötlunarþjónustu ásamt drögum að gjaldskrám. |
||
Rætt um drög að gjaldskrám á fjölskyldusviði. Starfsmanni falið að gera tillögur að gjaldskrárbreytingum í samræmi við umræður á fundinum sem verði lagðar fram í bæjarstjórn. Jafnframt rætt um fjárhagsáætlanir í þjónustueiningum í fötlunarþjónustu. |
||
|
||
4. |
2011050042 - Ársskýrsla 2010 og styrkbeiðni - Samtök um kvennaathvarf |
|
Lagt fram áframsent erindi úr bæjarráði frá Samtökum um kvennaathvarf dagsett í október 2011, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk vegna ársins 2012, að upphæð kr. 300.000.-. |
||
Í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins samþykkir félagsmálanefnd að veita rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 30.000,- . |
||
|
||
5. |
2011110015 - Ársskýrsla ÖBÍ 2010-2011 |
|
Lögð fram ársskýrsla Öryrkjabandalags Íslands 2010-2011. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
2011090092 - Fundargerðir verkefnahóps BSVest. |
|
Lögð fram fundargerð 11. fundar verkefnahóps Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks. |
||
Lögð fram til kynningar og umræður um fundargerðina. Forstöðumanni fjölskyldusviðs er falið að senda fyrirspurn til BsVest, þar sem misræmis gætir í bókunum stjórnar BsVest annars vegar og verkefnahóps BsVest hins vegar, um gildistöku nýrra reglna um skammtímavistun. |
||
|
Önnur mál.
A) Staða verkefnastjóra BsVest.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar vekur athygli á að þegar verkefnastjóri Byggðasamlags Vestfjarða var ráðinn til starfa í febrúar 2011, þá var það til átta mánaða í 80% starfshlutfalli, með endurskoðunarákvæði á haustdögum 2011. Þar sem sá tími er nú liðinn þykir félagsmálanefnd rétt að stjórn Byggðasamlags Vestfjarða meti hvort breyta þurfi starfshlutfalli verkefnastjórans eða hvort yfirleitt sé þörf á því stöðugildi. Við yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga var það mat starfshóps sem skipaður var fulltrúum sveitarfélaga á Vestfjörðum, að þörf væri á starfi verkefnastjóra á meðan væri verið að koma málaflokknum af stað hjá sveitarfélögunum. Var því haft ákveðið svigrúm í fjárhagsrammanum varðandi yfirstjórn. Félagsmálanefnd telur að þar sem vinna við yfirfærsluna sé nú að mestu yfirstaðin þá hljóti hlutverki verkefnastjórans hvað yfirfærsluna varðar að vera nánast lokið. Félagsmálanefnd telur að skoða eigi vandlega hagkvæmni þess að leggja niður starf verkefnastjóra og fela verkefnahópi Byggðasamlagsins ábyrgð á stjórn málaflokksins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30
Guðfinna M Hreiðarsdóttir
Jón Reynir Sigurðsson
Gunnar Þórðarson
Rannveig Þorvaldsdóttir
Jóna Benediktsdóttir
Sædís María Jónatansdóttir
Harpa Stefánsdóttir
Anna Valgerður Einarsdóttir
Margrét Geirsdóttir