Félagsmálanefnd - 342. fundur - 10. júní 2010
Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður og Rannveig Þorvaldsdóttir. Inga S. Ólafsdóttir mætti ekki og enginn í hennar stað. Elín Halldóra Friðriksdóttir boðaði forföll en enginn mætti í hennar stað. Hrefna R. Magnúsdóttir mætti ekki, en í hennar stað mætti Kristín Oddsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Húsnæðismál Félags eldri borgara á Ísafirði. 2008-08-0023
Lögð fram drög að húsaleigusamningi vegna húsnæðis Ísafjarðarbæjar í kjallara á Hlíf II á Ísafirði.
Félagsmálanefnd telur samninginn fullnægjandi.
2. Þjónustuhópur aldraðra.
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 62. og 63. fundar Þjónustuhóps aldraðra. Félagsmálanefnd þakkar Þjónustuhópi aldraðra fyrir störf sín á kjörtímabilinu.
3. Trúnaðarmál.
Þrjú trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
4. Önnur mál.
a. Málefni aldraðra.
Rætt um málefni aldraðra. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar telur mikilvægt nú þegar verið er að endurskipuleggja dagdeild fyrir aldraða og félagslega heimaþjónustu, að nota tækifærið og skoða sameiginleg verkefni með það að leiðarljósi að bæta þjónustu við aldraða. Jafnframt leggur félagsmálanefnd til að í þeirri vinnu verði óskað eftir samstarfi við heimahjúkrun Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
b. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar.
Formaður félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar þakkar félagsmálanefnd, starfsmönnum hennar og öðrum viðkomandi fyrir vel unnin störf á kjörtímabilinu.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:00.
Gísli H. Halldórsson, formaður
Rannveig Þorvaldsdóttir
Kristín Oddsdóttir
Anna Valgerður Einarsdóttir
Sædís María Jónatansdóttir