Félagsmálanefnd - 338. fundur - 5. mars 2010

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Rannveig Þorvaldsdóttir, Elín Halldóra Friðriksdóttir og Inga S. Ólafsdóttir. Kristín Oddsdóttir sat fundinn í forföllum Hrefnu R. Magnúsdóttur.   Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir og Anna Valgerður Einarsdóttir starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. 


Margrét Geirsdóttir ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:


1. Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum.



Fjallað um sáttmálann. Félagsmálanefnd telur ljóst að ákveðinn kostnaður muni fylgja samþykkt og innleiðingu sáttmálans fyrir sveitarfélagið. Sáttmálinn sem slíkur gerir þó í raun sambærilegar kröfur til sveitarfélagsins og lögin um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Starfsmanni falið að afla upplýsinga um hve mikill kostnaður gæti falist í því fyrir sveitarfélagið að samþykkja sáttmálann. 



2. Reglur Ísafjarðarbæjar um ýmsa þjónustu. 


Fjallað um reglur Ísafjarðarbæjar um félagslega heimaþjónustu í Ísafjarðarbæ og reglur um ferðaþjónustu fatlaðra í Ísafjarðarbæ. Starfsmanni falið að gera breytingar á reglunum í samræmi við umræður á fundinum. 



3. Félagslegar leiguíbúðir, sérstakar húsaleigubætur og ábyrgðir.


Fjallað um félagslegt leiguíbúðakerfi sveitarfélagsins. Félagsmálanefnd telur nauðsynlegt að gera breytingar á fyrirkomulagi leigu á félagslegum íbúðum.  Formanni og forstöðumanni falið að óska eftir fundi með bæjarráði og skrifa jafnframt greinargerð þar sem fram koma hugmyndir sem ræddar voru á fundinum.  Umfjöllun um sérstakar húsaleigubætur og ábyrgðir frestað.



4. Önnur mál  2010-02-0070.


A. Jöfnum leikinn - handbók og námskeið um kynjasamþættingu.



Lagt fram til kynningar bréf frá Jafnréttisstofu, dags. 12. febrúar 2010, ásamt handbókinni Jöfnum leikinn sem fjallar um kynjasamþættingu.  Jafnréttisstofa býður sveitarfélögum upp á námskeið um kynjasamþættingu þar sem rætt er um stöðu jafnréttismála á Íslandi og farið yfir þær aðferðir sem fjallað er um í bókinni.  Starfsmanni falið að leita upplýsinga hjá Jafnréttisstofu um námskeiðið.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl.  18:01


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Kristín Oddsdóttir.                 


Rannveig Þorvaldsdóttir.                   


Elín Halldóra Friðriksdóttir          


Inga S. Ólafsdóttir.


Margrét Geirsdóttir.               


Anna Valgerður Einarsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?