Félagsmálanefnd - 312. fundur - 14. maí 2008
Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Rannveig Þorvaldsdóttir, Hrefna R. Magnúsdóttir, Ásthildur Gestsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Guðný Steingrímsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Liðveisla sumarið 2008. 2003-03-0106
Sóley Guðmundsdóttir boðaði forföll en í hennar stað mætti Harpa Stefánsdóttir. Rætt um liðveislu fyrir börn sumarið 2008 og um aukna samvinnu Svæðisskrifstofu málaefna fatlaðra á Vestfjörðum og Ísafjarðarbæjar. Félagsmálanefnd felur starfsmönnum að kanna framkomnar hugmyndir um samstarf.
2. Trúnaðarmál
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.
3. Tjörn. 2005-05-0005
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar lýsir ánægju sinni með þá ákvörðun Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ að hætta við sumarlokun á Tjörn á Þingeyri.
4. Stefnumótun félagsmálanefndar. 2007-12-0001
Unnið að stefnumótun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:55.
Gísli H. Halldórsson, formaður.
Elín Halldóra Friðriksdóttir.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Hrefna R. Magnúsdóttir.
Ásthildur Gestsdóttir.
Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi.
Guðný Steingrímsdóttir, félagsráðgjafi.