Félagsmálanefnd - 309. fundur - 16. apríl 2008

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ásthildur Gestsdóttir, Elín Halldóra Friðriksdóttir og Hrefna R. Magnúsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla-og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar og Sædís María Jónatansdóttir, Guðný Steingrímsdóttir og Anna V. Einarsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.


Þetta var gert:



1. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra.  2007-03-0053.


Lagðar fram til kynningar fundargerðir 53., 54. og 55. fundar þjónustuhóps aldraðra.



2. Þjónustuíbúðir að Tjörn á Þingeyri. 20050-5-0005.


Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar mótmælir einhliða ákvörðun Heilbrigðis-stofnunarinnar Ísafjarðarbæ um sumarlokun á Tjörn á Þingeyri. Félagsmálanefnd telur vinnubrögð HÍ óásættanleg og koma illa niður á íbúum Tjarnar, auk þess sem lokunin hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir Ísafjarðarbæ. Félagsmálanefnd óskar eftir því við HÍ að ákvörðun um sumarlokun á Tjörn verði endurskoðuð.



3. Húsfélag Hlífar II.  2008-04-0071.


Félagsmálanefnd skipar Sædísi Maríu Jónatansdóttur, starfsmann Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, sem aðalfulltrúa í húsfélag Hlífar II og Hrefnu R. Magnúsdóttur sem varafulltrúa fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.



4. Vesturafl. 2008-04-0074.


Lagt fram til kynningar bréf frá Hörpu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Vesturafls, þar sem fram kemur að stofna á félag í kringum miðstöðina. Félagið mun hafa það hlutverk að sjá um rekstur miðstöðvarinnar. Áætlað er að í stjórn félagsins sitji sjö til níu manns. Óskað er eftir fulltrúa í stjórn félags Vesturafls fyrir hönd Ísafjarðarbæjar og skipar nefndin Önnu Valgerði Einardóttur, starfsmann Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar til setu í stjórninni fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.



5. Stefnumótun félagsmálanefndar. 2007-12-0001.


Unnið að stefnumótun félagsmálanefndar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:00.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Elín Halldóra Friðriksdóttir.       


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Hrefna R. Magnúsdóttir.     


Ásthildur Gestsdóttir.


Margrét Geirsdótttir, forstöðumaður Skóla- og fjöskylduskrifstofu      


Guðný Steingrímsdóttir, félagsráðgjafi


Anna Valgerður Einarsdóttir, ráðgjafi.    


Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?