Félagsmálanefnd - 292. fundur - 9. október 2007

Mætt voru:  Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir. Rósamunda Baldursdóttir mætti sem varamaður fyrir Elínu H. Friðriksdóttur og Gréta Gunnarsdóttir mætti sem varamaður fyrir Ásthildi Gestsdóttur. Jafnframt sátu fundinn Sædís María Jónatansdóttir og Anna Valgerður Einarsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:



1. Reglur Ísafjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð.  


Lagðar fram til kynningar nýjar reglur Ísafjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð. Reglurnar voru samþykktar á 230. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 4. október s.l.



2. Trúnaðarmál. 


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.



3. Málefni Félagsbæjar á Flateyri.   2007-07-0008.


Ísafjarðarbær er að semja við Sigríði Magnúsdóttur, um að sjá um félagsstarf aldraðra á Flateyri til áramóta 2007-2008 og mun starfið væntanlega hefjast í þessari viku.


Aðalfundur samstarfsaðila um rekstur húsnæðisins verður haldinn þann 10. nóvember n.k. og frekari umfjöllun er frestað fram yfir þann fund.


Lagt fram til kynningar bréf frá Íbúasamtökum Önundarfjarðar dags. 20. september 2007.



4. Stefnumótun félagsmálanefndar í Ísafjarðarbæ.


Rætt um vinnu við stefnumótun félagsmálanefndar í Ísafjarðarbæ.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:40.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Rósamunda Baldursdóttir.   


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Hrefna R. Magnúsdóttir. 


Gréta Gunnarsdóttir.         


Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi á Skóla- og fjölskylduskr.  


Anna Valgerður Einarsdóttir, ráðgjafi á Skóla- og fjölskylduskr. 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?