Félagsmálanefnd - 278. fundur - 16. janúar 2007
Félagsmálanefnd
Mætt voru: Gísli H. Halldórsson formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ásthildur Gestsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir. Jafnframt sátu fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir og Margrét Geirsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í lausblaðamöppu félagsmálanefndar.
2. Lausnarbeiðni fulltrúa í félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar. 2007-01-0006
Lagt fram bréf dags. 3. janúar s.l., frá Jóni Svanberg Hjartarsyni fulltrúa D-lista í nefndinni og formanni þjónustuhóps aldraðra þar sem hann óskar lausnar vegna breytingar á búsetu sinni.
Félagsmálanefnd þakkar Jóni Svanberg ánægjulegt samstarf undanfarin ár.
3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. 2007-01-0019
Lagt fram bréf frá félagsmálanefnd Alþingis, dagsett 8. janúar s.l., þar sem óskað er eftir umsögn jafnréttisnefndar Ísafjarðarbæjar, ásamt frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Einnig lagði fram minnispunktar frá yfirmanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu, um umsögn vegna frumvarpsins.
Félagsmálanefnd gerir athugasemd við 5.gr. þar sem það er mat nefndarinnar að þær skyldur geti fallið inn á verksvið trúnaðarmanna á vinnustöðum, en að ekki sé þörf fyrir að skipaður verði sérstakur jafnréttisfulltrúi. Einnig er gerð athugasemd við 7.gr. frumvarpsins, þar sem fallist er á fyrri hlutann, en nauðsynlegt að seinni hlutinn falli út og ekki verði tiltekinn fjöldi af hvoru kyni þar sem ekki er alltaf hægt að fara eftir því ákvæði við skipan nefnda, ráða og stjórna, þar sem oft eru aðilar að skipa einn fulltrúa. Þessar greinar eru að mati nefndarinnar of íþyngjandi fyrir þá sem eiga að fylgja lögunum.
4. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. 2006-03-0038
Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, dagsett 3. janúar s.l., ásamt drögum að aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar, markmið, stefnumótun og leiðum. Óskað er eftir markmiðum nefnda vegna skipulagsins í síðasta lagi 5. febrúar n.k.
Félagsmálanefnd samþykkir að fulltrúar sendi inn tillögur til starfsmanns fyrir mánaðarmót og frestar umfjöllun til næsta fundar.
5. Breyting á grunnupphæðum í reglum Ísafjarðarbæjar, um veitingu fjárhagsaðstoðar.
Lagði fram minnispunktar starfsmanna vegna hækkana á viðmiðunartölum fyrir grunnupphæð í reglum Ísafjarðarbæjar.
Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að grunnviðmið fyrir veitingu fjárhagsaðstoðar verði að upphæð kr. 95.325.- frá og með 1. janúar 2007 fyrir einstakling og að framvegis verði upphæðin hækkuð árlega samkvæmt neysluvísitölu.
6. Sérstakar húsaleigubætur.
Lögð fram yfirfarin drög að reglum ásamt matsviðmiðum fyrir sérstakar húsaleigubætur.
Félagsmálanefnd felur starfsmanni að gera breytingar á orðalagi í samræmi við umræður á fundinum og leggur til við bæjarstjórn, að reglur um sérstakar húsaleigubætur í Ísafjarðarbæ verði samþykktar.
7. Önnur mál
a. Námskeið fyrir nefndir. Sagt frá námskeiði sem aðal- og varafulltrúum býðst að sækja 5. mars n.k. kl. 15-18:45.
b. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að Rannveig Þorvaldsdóttir verði fulltrúi félagsmálanefndar í þjónustuhóp í stað Jóns Svanberg.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:40.
Gísli H. Halldórsson, formaður.
Elín Halldóra Friðriksdóttir.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Hrefna R. Magnúsdóttir.
Ásthildur Gestsdóttir.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir.
Margrét Geirsdóttir.