Félagsmálanefnd - 277. fundur - 14. desember 2006

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ásthildur Gestsdóttir og  Jón Svanberg Hjartarson.  Jafnframt sátu fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir og Margrét Geirsdóttir starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.


Margrét Geirsdóttir ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:



1. Trúnaðarmál.


 Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í lausblaðamöppu félagsmálanefndar.



2. Heilsuefling í Ísafjarðarbæ.   Málsnr. 2006-11-0105.


Lagt fram bréf Línu Bjargar Tryggvadóttur f.h. Heilsueflingar Ísafjarðar dagsett 23. nóvember s.l., ásamt bókun bæjarráðs þar sem félagsmálanefnd er falið að skoða erindið. Erindi Línu varðar styrkumsókn til verkefna hópsins.


Félagsmálanefnd telur málefnið verðugt og að í því felist mikil forvörn en vísar styrkbeiðninni að öðru leyti til bæjarstjórnar þar sem gerð fjárhagsáætlunar stendur nú yfir. 



3. Búsetuúrræði fyrir geðfatlaða.  Málsnr. 2006-11-0068.


Lögð fram tvö bréf frá Jónínu Guðmundsdóttur, verkefnisstjóra hjá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra, þar sem lýst er búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða og stofnun miðstöðvar fyrir fólk með skert lífsgæði. Í öðru bréfinu eru óskað eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 50.000.- á mánuði, til að standa undir húsaleigukostnaði við miðstöðina. Jafnframt upplýsti starfsmaður um feril málsins og aðkomu starfsmanna Skóla- og fjölskylduskrifstofu að málinu frá upphafi.


Félagsmálanefnd mælir með að bærinn styrki verkefnið en bendir þó á aðra  möguleika svo sem húsnæðisframlag.


 


4. Ráðgjafa- og nuddsetur.  Málsnr. 2006-11-0061.


Lagt fram bréf frá Ráðgjafa- og Nuddsetrinu ehf., Ísafirði, dagsett 15. nóvember s.l., er varðar ráðgjafaþjónustu á Vestfjörðum fyrir fólk með áfengis- og vímuefnavanda. Í bréfinu er leitað eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna eftirmeðferðar fyrir einstaklinga.


Félagsmálanefnd telur rétt að setja inn í reglur um fjárhagsaðstoð og reglur um greiðslur fyrir áfengis- og vímuefnameðferðir, ákvæði er fjalla sérstaklega um þjónustu í heimabyggð þar sem Ráðgjafa- og Nuddsetrið gæti fallið undir skilgreiningar þar að lútandi.  Slíkur styrkur yrði þó alltaf veittur þeim einstaklingum sem þyrftu á þjónustunni að halda. 



5. Félag eldri borgara á Ísafirði.  Málsnr. 2006-11-0064.


Lagt fram bréf frá Félagi eldri borgara á Ísafirði dagsett 5. nóvember s.l., þar sem félagið leitar eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 750.000.- á næsta ári. Jafnframt er óskað eftir viðræðum við Ísfjarðarbæ um málefni eldri borgara á Ísafirði.


Félagsmálanefnd felur starfsmanni að ræða við forsvarsmenn félags eldri borgara um málefni þeirra í samræmi við umræður á fundinum.



6. Forvarnir og barnavernd.  Málsnr. 2006-09-0063.


Lagt fram bréf bæjarráðs þar sem óskað er eftir umsögn félagsmálanefndar um forvarnir hjá barnavernd. Einnig lagt fram bréf Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur, um hugmyndir barnaverndar varðandi forvarnir.


Félagsmálanefnd tekur jákvætt í að fela ákveðnum aðila að hafa yfirsýn yfir forvarnir sveitarfélagsins í heild, en óskar jafnframt eftir því að vera höfð með í ráðum varðandi útfærslur og leiðir í málaflokknum.  



7. Málþingið ,,Er heima best??.


Sagt frá málþingi sem starfsmenn sóttu um félagslega heimaþjónustu.  Fulltrúa félags eldri borgara var einnig boðin þátttaka.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:17.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Jón Svanberg Hjartarson.    


Rannveig Þorvaldsdóttir.    


Hrefna R. Magnúsdóttir.    


Ásthildur Gestsdóttir.         


Ingibjörg María Guðmundsdóttir.   


Margrét Geirsdóttir.     





 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?