Félagsmálanefnd - 273. fundur - 3. október 2006
Mætt voru: Gísli H. Halldórsson formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir og Jón Svanberg Hjartarson. Jafnframt sátu fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir og Margrét Geirsdóttir starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Ásthildur Gestsdóttir boðaði forföll og mætti Gréta Gunnarsdóttir í hennar stað. Ingibjörg María Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í lausblaðamöppu félagsmálanefndar.
2. BA ritgerð um aðstæður innflytjenda, kenningar og vinnuaðferðir.
Lögð fram BA ritgerð Hilmu Hólmfríðar Sigurðardóttur, félagsráðgjafa, um félagsráðgjöf í fjölmenningarsamfélagi: Aðstæður innflytjenda, kenningar og vinnuaðferðir.
Lögð fram til kynningar.
3. Tilnefning félagsmálanefndar í þjónustuhóp aldraðra. 2006-09-0067.
Lagt fram bréf dagsett 15. september 2006 frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, þar sem óskað er eftir tillögum til bæjarstjórnar um fulltrúa Ísafjarðarbæjar í þjónustuhóp aldraðra.
Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún skipi Jón Svanberg Hjartarson og Margréti Geirsdóttur sem aðalfulltrúa í þjónustuhóp og að Ingibjörg María Guðmundsdóttir verði varamaður Margrétar, en Súðavíkurhreppi verði boðið að skipa varamann Jóns Svanbergs Hjartarsonar.
4. Sérstakar húsaleigubætur.
Lagðar fram upplýsingar um sérstakar húsaleigubætur út frá drögum að nýjum reglum. Einnig lagðar fram upplýsingar um sveitarfélög, sem greiða nú þegar sérstakar húsaleigubætur.
Starfsmanni falið að ljúka vinnu við að meta hugsanlega rétthafa til sérstakra húsaleigubóta samkvæmt matsviðmiði, um almennar félagslegar aðstæður og leggja fram á vinnufundi nefndarinnar.
5. Styrkbeiðni vegna útgáfu greinasafns. 2006-09-0072.
Lagt fram bréf dagsett 12. september 2006 frá ritnefnd um greinasafnið Heilbrigði og heildarsýn - Félagsráðgjöf í heilbrigðisþjónustu, þar sem óskað er eftir því að félagsmálanefnd styðji verkefnið með kaupum á sex eintökum bókarinnar fyrir kr. 30.000,-.
Félagsmálanefnd samþykkir að kaupa sex eintök bókarinnar og verða þau varðveitt á Skóla- og fjölskylduskrifstofu og lánuð fulltrúum nefndarinnar.
6. Ráðgjafaþjónusta í félagsþjónustu. 2006-06-0086.
Lagt fram bréf dagsett 20. september s.l. frá Jóni Björnssyni, sálfræðingi, þar sem hann býður fram starfskrafta sína varðandi málefni í félagsþjónustu sveitarfélaga hvað varðar úttektir og stefnumótun.
Lagt fram til kynningar.
7. Önnur mál.
a. Vinnufundur félagsmálanefndar.
Ákveðið að vinnufundur félagsmálanefndar verði haldinn 7. október n.k. kl. 09:00-14:00. Starfsmönnum falið að undirbúa verkefnin.
b. Vettvangsferð á stofnanir sem heyra undir félagsmálanefnd.
Félagsmálanefnd samþykkir að fara í vettvangsferð á stofnanir og þjónustusvæði nefndarinnar þannig að starfsmenn hafi það í huga við skipulagningu funda og fundarstaða á næstu mánuðum.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:55.
Gísli H. Halldórsson, formaður.
Gréta Gunnarsdóttir.
Jón Svanberg Hjartarson.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Hrefna R. Magnúsdóttir.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir.
Margrét Geirsdóttir.