Félagsmálanefnd - 266. fundur - 7. mars 2006


Mætt voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Hörður Högnason, Védís Geirsdóttir og  Jón Svanberg Hjartarson. Gréta Gunnarsdóttir boðaði forföll og varamaður komst ekki í hennar stað.



Jafnframt sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir og Margrét Geirsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.



Anna Valgerður Einarsdóttir ritaði fundargerð.



 



Þetta var gert:



 



1.        Trúnaðarmál.



Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í lausblaðamöppu félagsmálanefndar.



 



2.        Drög að frumvarpi til laga um heilbrigðisþjónustu - umsögn. 



           2006-02-0024.



Lögð fram til staðfestingar umsögn félagsmálanefndar um drög að frumvarpi til laga um heilbrigðisþjónustu.  Þar sem skilafrestur umsagnar var þann 6. mars 2006 þótti nefndinni ástæða til þess að leggja umsögnina fyrir fund bæjarráðs svo fljótt sem auðið yrði. 



Hér með staðfestir félagsmálanefnd umsögnina.



 



3.        Málefni geðfatlaðra ? tvær skýrslur.   2006-02-0075.



Lagðar fram til kynningar tvær skýrslur.  Sú fyrri fjallar um niðurstöður rannsóknar á



þjónustuþörfum geðsjúkra og reynslu þeirra af geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi.



Seinni skýrslan fjallar um þjónustu og þjónustuþarfir geðfatlaðra í dreifbýli á Íslandi



og er samantekt á könnunum sem deildir Rauða kross Íslands hafa staðið fyrir



undanfarin ár.



 



4.        Önnur mál. 



Lögð fram til kynningar fundargerð 45. fundar þjónustuhóps aldraðra frá 27. febrúar 2006.



 



Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17.30.



 



Kristjana Sigurðardóttir, formaður.



 



Hörður Högnason.                                                        Védís  Geirsdóttir.                                                       



Jón Svanberg Hjartarson.                                              Anna Valgerður Einarsdóttir.                                                    



Margrét Geirsdóttir.     



 



 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?