Atvinnu- og menningarmálanefnd - 96. fundur - 3. febrúar 2010

Mætt voru: Áslaug J. Jensdóttir, formaður, Sigurður Hreinsson og Henry Bæringsson.


Neil Shiran Þórisson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða ritaði fundargerð.


Aðrir fundargestir voru: Heimir Hansson, Jóhann Birkir Helgason, Valdimar Steinþórsson og Hallvarður Aspelund.



Dagskrá fundarins:



1.  Hinir Fögru Fimm.


Lagt var til að Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Vaxtarsamningur Vestfjarða, Nýsköpunarmiðstöð Íslands  og bæjartæknifræðingur myndi verkefnateymi, til þess að skoða uppsettar verkáætlanir.   


Starfsmanni nefndarinnar falið að ræða við fyrrgreinda samstarfsaðila um  málið og koma framhaldi verkefnisins í farveg.



2. Völundarverk.  2009-12-0008.


Verkefnið er talið áhugavert.  En þar sem sambærilegt verkefni er í vinnslu hjá nefndinni, er það ekki tímabært að þiggja boð Völundarverks.



3. Endurbætur á tjaldsvæði Ísafjarðarbæjar.


Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur,  fór yfir væntanlegar endurbætur og voru nefndarmenn  mjög ánægðir með framlagðar tillögur. 



4. Hvalárvirkjun.


Fulltrúar verkefnisins komu og kynntu stöðuna á verkefninu.  Það er ljóst að lagalegir annmarkar eru til staðar varðandi tengigjald slíkrar virkjunar.  Mjög mikilvægt er fyrir Vestfirði í heild sinni að öll úrræði sem leysa úr raforkuvandamálum Vestfirðinga séu skoðuð.


Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar felur starfsmanni nefndarinnar að kanna möguleika á lagningu Hvalárlínu til Ísafjarðar.  Ljóst er að mögulega mætti framkvæma þetta með svipuðum hætti og fyrirtækið Spölur lét byggja Hvalfjarðargöng, þar sem um samfélagslegt verkefni er að ræða. 





5. Samningur við Atvest um störf fyrir Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar. 2010-01-0082.


Samningurinn kynntur fyrir nefndarmönnum.



6. Umræður um upplýsingamiðstöð Ísafjarðarbæjar.


Farið var yfir tillögur starfshóps um framtíðar fyrirkomulag upplýsingamiðstöðva frá Ferðamálastofu, sem eru á þessu stigi málsins meðhöndluð sem frumdrög.  Gangi tillögurnar eftir óbreyttar yrði það þvert á hagsmuni ferðaþjónustu á Vestfjörðum. 



7. Önnur mál


Atvinnumálanefndin harmar lokun á Svæðisútvarpi Vestfjarða og þeirri þjónustuskerðingu sem henni fylgir. 2010-01-0095.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.20.


Áslaug J. Jensdóttir, formaður.


Sigurður Hreinsson.


Henry Bæringsson.


Shiran Þórisson, starfsmaður nefndarinnar.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?