Atvinnu- og menningarmálanefnd - 94. fundur - 13. maí 2009

Mætt voru: Áslaug J. Jensdóttir, formaður, Sigurður Hreinsson, Guðmundur Þór Kristjánsson,  og Þorgeir Pálsson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.


Neil Shiran Þórisson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða ritaði fundargerð.


Á fund nefndarinnar undir 3. lið dagskrár mætti Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar.


 


Dagskrá:


1. Breyting á dagskrá.  2009-02-0024.



Guðmundur Þór Kristjánsson bað um breytingu á dagskrá fundarins, sem fundarmenn samþykktu.  Lét hann bóka að hann segði af sér sem fulltrúi Í- listans í atvinnumálanefnd.  Sú ákvörðun er byggð á málsmeðferð frá síðasta fundi atvinnumálanefndar, þar sem Kári Þór Jóhannsson óskaði eftir að tekið yrði til afgreiðslu tilboð fulltrúa Í- listans um að nefndarmenn myndu starfa launalaust.  Þrátt fyrir tilboðið hafi bæjarstjórn fækkað fulltrúum úr fimm í þrjá í hagræðingarskyni og mótmælir Guðmundur Þór Kristjánsson þessum vinnubrögðum, enda verði ekki séð í hverju hagræðingin er fólgin með tilliti til þessa tilboðs. 


Sigurður Hreinsson og Áslaug J. Jensdóttir létu bóka, að þau hörmuðu stöðuna sem upp væri komin í nefndinni, ekki síst á þessu tímum þegar þörf  er á öllu hæfu fólki í þau nefndarstörf sem eru framundan.


Guðmundur Þór Kristjánsson vék af fundi að þessum lið loknum.



2. Samantekt á íbúafundum.


Fyrir nánari upplýsingar vísast hér með í kynningu Þorgeirs Pálssonar þar sem dregnar voru saman niðurstöður á samvinnu Atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða,  um íbúafundi í þéttbýliskjörnum Ísafjarðarbæjar.  Nefndarmenn voru þakklátir fyrir tækifærið, að fá að heyra sjónarmið íbúa og fyrirtækja og góðar móttökur.  Að lokum var þakkað fyrir gott samstarf við Atvest.



3. Kynning á útimarkaði á Ísafirði.  2009-02-0025.


Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar, sat fundinn undir þessum lið og kynnti hugmyndir um útimarkað, mögulegar staðsetningar o.s.frv.   Mat nefndarinnar er að til reynslu yrði staðsetning útimarkaðar á Silfurtorgi á Ísafirði og upplýsingafulltrúa falið að kynna málið fyrir hugsanlegum þátttakendum.



4. Hinir fögru fimm.


Erindið var lagt fram til kynningar og verður tekið til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.50.


Áslaug J. Jensdóttir, formaður.


Sigurður Hreinsson.


Hálfdán Bjarki Hálfdánsson.


Þorgeir Pálsson.


Shiran Þórisson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?