Atvinnu- og menningarmálanefnd - 63. fundur - 24. mars 2006
Árið 2006, föstudaginn 24. mars kl. 12:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á Hótel Ísafirði.
Mættir: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Magnús Reynir Guðmundsson, Gísli H. Halldórsson, Áslaug Jóhanna Jensdóttir og Rúnar Óli Karlsson, ritari.
Björn Davíðsson mætti ekki. Varamaður kom ekki í hans stað.
Þetta var gert:
1. Perlan Vestfirðir - sýning í Perlunni í vor.
Atvinnumálanefnd leggur til að Ísafjarðarbær verði með sér 12fm bás til að kynna starfsemi sína með áberandi hætti. Rúnari Óla falið að gera kostnaðaráætlun fyrir verkefnið og leggja fyrir atvinnumálanefnd hið fyrsta.
2. Tjaldsvæði á Suðureyri.
Lögð fram drög að samkomulagi frá Hvíldarkletti ehf., Suðureyri, um rekstur tjaldsvæðis á Suðureyri. Atvinnumálanefnd samþykkir samninginn efnislega og felur Rúnari Óla að ganga frá samningi í samræmi við umræður á fundinum.
3. Stefnumótun í atvinnumálum.
Pétur S. Hilmarsson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn til verkefnisins ? Ísafjarðarbær, fólk, fyrirtæki og fjárfestar? sem ákveðið var á síðastu fundi atvinnumálanefndar. Lögð fram drög að lýsingu verkefnisins. Atvinnumálanefnd samþykkir drögin..
Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 13:15.
Kristján G Jóhannsson, sitjandi formaður,
Áslaug Jóhanna Jensdóttir.
Magnús Reynir Guðmundsson.
Gísli Halldór Halldórsson
Rúnar Óli Karlsson.