Atvinnu- og menningarmálanefnd - 136. fundur - 14. febrúar 2017
Dagskrá:
1. |
Samstarfssamningur - 2005090047 |
|
Lagt er fram bréf Elfars Loga Hannessonar, f.h. Kómedíuleikhússins, dags. 15. desember sl., þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi Kómedíuleikhússins við Ísafjarðarbæ. |
||
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að gerður verði sambærilegur samningur við Kómedíuleikhúsið og hefur verið í gildi, í samræmi við umræður á fundinum, og gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2017. |
||
|
||
2. |
Samfélagsviðurkenning Ísafjarðarbæjar - 2016030004 |
|
Tillaga Kristjáns Andra Guðjónssonar, bæjarfulltrúa, varðandi viðurkenninguna Sómi Ísafjarðarbæjar, tekin aftur á dagskrá. |
||
Atvinnu- og menningarmálanefnd felur bæjarritara að vinna áfram að reglum um samfélagsverðlaun í Ísafjarðarbæ. |
||
|
||
3. |
Engi, leiga á húsnæði til ArtsIceland. - 2017020022 |
|
Lagt er fram bréf Elísabetar Gunnarsdóttur, f.h. Arts Iceland, dags. 3. febrúar sl., þar sem óskað er eftir að leigja Engi, Seljalandsvegi 102 til tveggja ára. Atvinnu- og menningarmálanefnd efndi til hugmyndasamkeppni til nýtingar á Engi, sem var auglýst í byrjun árs 2016, því er beiðnin lögð fyrir atvinnu- og menningarmálanefnd. |
||
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til að bæjarráð að fasteignin að Seljalandsvegi 102, Ísafirði, verði leigð ArtsIceland til tveggja ára frá 15. apríl 2017 til og með 14. apríl 2019. Samningurinn skal útbúinn af bæjarritara m.t.t. beiðnar Elísabetar Gunnarsdóttur, f.h. ArtsIceland, gegn greiðslu daglegs reksturs hússins auk tilfallandi viðhalds. Leigutaka verður óheimilt að leigja húsnæðið út á almennum markaði, til lengri eða skemmri tíma. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00
Inga María Guðmundsdóttir |
|
Björn Davíðsson |
Ingólfur Hallgrímur Þorleifsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |