Atvinnu- og menningarmálanefnd - 119. fundur - 12. mars 2014

Dagskrá fundarins:

 

1.     Atvinnumálastefna Ísafjarðarbæjar útgefin í febrúar 2014. 2010-08-0057.

Atvinnumálanefnd beinir því til annarra nefnda Ísafjarðarbæjar að fara yfir atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar og gera áætlanir um hvernig þeir ætli að framfylgja henni og þeim ábyrgðarverkefnum sem þeim eru falin.

Í samræmi við umræður á fundinum voru teknar eftirfarandi ákvarðanir:

a)      Atvinnumálanefnd óskar eftir lista frá umhverfis- og eignasviði yfir húsnæði, jafnt íbúðarhúsnæði sem atvinnuhúsnæði, í eigu Ísafjarðarbær annars vegar og hins vegar yfir laust húsnæði í eigu Ísafjarðarbæjar.

b)      Atvinnumálanefnd óskar eftir því við upplýsingafulltrúa að greina nýtingu og þörf á almenningssamgöngum Ísafjarðarbæjar.

c)      Atvinnumálanefnd mun boða hlutaðeigandi til fundar í tengslum við stefnu í komum skemmtiferðaskipa.

 

2.     5 ára áætlun atvinnumálanefndar. 2014-02-0113.

Atvinnumálanefnd vinnur áfram að 5 ára áætlun atvinnumálanefndar utan funda í samræmi við umræður á fundinum.

 

3.     Önnur mál

a.      Málefni atvinnulausra og atvinnuleitenda.

Bæjarritara var falið að óska eftir fundi með Vinnumálastofnun Vestfjarða til að ræða starfsemi Vinnumálastofnunar Vestfjarða.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð lesin upp og fundi slitið klukkan 10:45.

 

Ingólfur Þorleifsson, formaður

Steinþór Auðunn Ólafsson                                                  

Benedikt Bjarnason

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Er hægt að bæta efnið á síðunni?