Atvinnu- og menningarmálanefnd - 118. fundur - 6. mars 2014

Dagskrá fundarins:

 

1.     Atvinnumálastefna Ísafjarðarbæjar útgefin í febrúar 2014. 2010-08-0057.

Formaður nefndarinnar lýsir yfir ánægju með að búið sé að gefa út atvinnumálastefnuna. Atvinnumálanefnd mun halda vinnufund þar sem gerðar verða áætlanir um eftirfylgni stefnunnar.

 

2.     Samningur Ísafjarðarbæjar og Atvest um atvinnuþróunarverkefni og hlutverk atvinnumálnefndar samkvæmt þeim samningi. 2010-08-0057.

Atvinnumálanefnd lýsir yfir ánægju sinni með samninginn.

      

3.     5 ára áætlun atvinnumálanefndar. 2014-02-0113.

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari, gerði grein fyrir hvað 5 ára áætlun á að fela í sér. Atvinnumálanefnd mun taka málið fyrir á vinnufundi þar sem unnið verður að 5 ára áætlun nefndarinnar. 

 

4.     Frumkvöðlastyrkir. 2014-03-0013.

Rætt var um eftirfylgni með þeim frumkvöðlastyrkjum sem hafa verið samþykktir.

 

5.     Verkefni atvinnumálanefndar. 2010-08-0057.

Atvinnumálanefnd ræddi um nokkrar tillögur að verkefnum fyrir atvinnumálanefnd. Atvinnumálanefnd mun halda áfram umræðum á framangreindum vinnufundi.

 

6.     Önnur mál

a.      Fólksfækkun.

Atvinnumálanefnd felur bæjarritara að leita frekari upplýsingar um fólksfækkun í Ísafjarðarbæ árið 2013 og greina tölulegar upplýsingar.

b.      Virðisaukinn 2013. 2013-11-0016.

Veiting Virðisaukans, frumkvöðlaverðlauna atvinnumálanefndar Ísafjarðar­bæjar vegna ársins 2013 fer fram fimmtudaginn 13. mars 2014 í Safnahúsinu. Formaður atvinnumálanefndar hvetur nefndarmenn til að mæta á viðburðinn.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð lesin upp og fundi slitið klukkan 15:22.

 

Ingólfur Þorleifsson, formaður

Steinþór Auðunn Ólafsson                                                  

Benedikt Bjarnason

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Er hægt að bæta efnið á síðunni?