Atvinnu- og menningarmálanefnd - 115. fundur - 30. janúar 2013
Dagskrá fundarins:
1. Endurskoðun á erindisbréfi nefndarinnar - tillögur að breytingum. 2012-11-0034.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi breytingar verði gerðar á erindisbréfi hennar:
- Í stað „atvinnu- og staðardagskrárfulltrúi“ komi „starfsmaður Ísafjarðarbæjar“ í köflunum Stjórnskipuleg staða og Skipan nefndarinnar.
- Í kaflanum Hlutverk nefndarinnar eru lagðar til eftirfarandi breytingar:
- „að eiga náið samstarf við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða“ verði að „að eiga náið samstarf við Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða“
- Setningin „Meginhlutverk atvinnumálanefndar er stefnumótun,en í minna mæli afgreiðsla einstakra mála. Nefndin setur starfsmönnum sem með nefndinni starfa, starfsreglur um afgreiðslu mála“ fari út.
- Í kaflanum Starfshættir verði eftirfarandi breyting: „Um starfshætti nefnda er sérstaklega getið í III. og V. kafla samþykktar um stjórn og fundarsköp Ísafjarðarbæjar og skal þeim fylgt eftir því sem við á“ verði að „Um starfshætti nefnda er sérstaklega getið í IV. kafla bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar og skal þeim fylgt eftir því sem við á.“
- Í kaflanum Starfshættir verði eftirfarandi breyting á öðrum greinaskilum: „Atvinnumálanefnd kemur saman fyrir luktum dyrum á fastákveðnum fundartímaað minnsta kosti einu sinni í mánuði. Fella má niður fund ef engin mál liggja fyrir. Skal nefndin gera samþykkt um þennan fundartíma á sínum fyrsta fundi að höfðu samráði við bæjarstjóra.“
- Í kaflanum Starfshættir verði eftirfarandi breyting: „Formaður stýrir fundum nefndarinnar skv. ákvæðum III. og V. kafla samþykkta um stjórn og fundarsköp Ísafjarðarbæjar.“ verði „Formaður stýrir fundum nefndarinnar skv. ákvæðum IV. kafla bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.“
- Í kaflanum Eftirfylgni verði „Atvinnumálanefnd og atvinnu- og staðardagskrárfulltrúi hafa með höndum framkvæmd þeirrar stefnu sem mótuð hefur verið á hverjum tíma varðandi verkefni nefndarinnar.“ að „Atvinnumálanefnd og starfsmaður hennar hafa með höndum framkvæmd þeirrar stefnu sem mótuð hefur verið á hverjum tíma varðandi verkefni nefndarinnar.“
- Í kaflanum Lög og reglugerðir þarf að breyta lagatilvísunum úr 12/1997 í 54/2006, 13/1997 í 55/2006 og 117/1994 í 73/2005. Í sama kafla verði „samþykkt um stjórn og fundarsköp Ísafjarðarbæjar“ að „bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar“.
2. Drög að starfsmannastefnu - sent til nefnda til umsagnar. 2011-02-0053.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlögð drög.
3. Önnur mál.
- Rætt um skoðanakönnun meðal atvinnurekenda í Ísafjarðarbæ
Fleira ekki gert. Fundargerð lesin upp og fundi slitið klukkan 17.00.
Ingólfur Þorleifsson, formaður.
Steinþór Auðunn Ólafsson.
Benedikt Bjarnason.
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?